Innlent

Stelpurnar okkar kærðar fyrir dýraníð

Jakob Bjarnar skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin heitinn.
Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin heitinn. Mynd/Fésbókin
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur verið kært fyrir dýraníð en gullfiskurinn Sigurwin fékk að kenna á vonbrigðum stúlknanna í Svíþjóð í gær.

Málinu er slegið upp í norrænu pressunni en svo virðist sem íslensku landsliðsstúlkurnar hafi gert sér lítið fyrir, eftir tap gegn Svíum í gær, fjögur núll, og sturtað gullfiskinum Sigurwin niður um klósettið. Sigurwin var sérstakt lukkudýr liðsins á mótinu.

Svo lítur út sem stúlkurnar hafi látið vonbrigði sín bitna á Sigurwin sem nú svamlar lífs eða liðinn í klóakkerfi Halmstadt í Svíþjóð. Stúlkurnar eru hins vegar á heimleið. Í Svíþjóð er það litið alvarlegum augum að enda líf gullfiska með þessum hætti og flokkast það sem dýraníð.


Tengdar fréttir

Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð

"Það var einn frakkur fótboltakappi frá Vestmannaeyjum sem hét Sigurvin Ólafsson og kallaður Venni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir aðspurð um nafnið á lukkudýri kvennalandsliðsins, en hún fékk það hlutverk að passa upp á hann eftir sigurleikinn á móti Hollandi í kvöld.

Sigurwin fékk dekur í gær

Sænsku blaðamennirnir höfðu mikinn áhuga á lukkudýri íslenska kvennalandsliðsins, gullfisknum Sigurwin.

Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet

Það er óhætt að segja að lukku-gullfiskurinn Sigurwin hafi stolið fyrirsögnunum í Aftonbladet í morgun en Ísland og Svíþjóð mætast á morgun í átta liða úrslitum EM kvenna í fótbolta. Forsíðan á sportsíðum Aftonbladet í morgun var einföld og táknræn.

Sara Björk: Hann Sigurwin er nagli eins og við

Sara Björk Gunnarsdóttir kom með þá hugmynd að setja Sigurwin, lukku-gullfisk íslenska kvennalandsliðsins, á grasið fyrir leik Íslands og Hollands á Myresjöhus Arena í Växjö á miðvikudaginn. Áhrifin leyndu sér ekki, frábær fyrri hálfleikur og glæsilegur sigur á Hollandi, sigur sem kom íslenska liðinu áfram í átta liða úrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×