Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Valur Grettisson skrifar 12. júlí 2013 12:45 Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegir líkamsárás. Sjónvarottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Lögreglan handtók tvo menn í viðamikilli aðgerð nærri Laugarvatni í gærkvöldi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur var á leiðinni heim úr sumarbústað ásamt fjölskyldu sinni þegar bifreið þeirra var stöðvuð. Hún lýsir aðstæðum svona: „Við komum að hringtorginu hjá Laugarvatni og sjáum þá lögregluna þar. Lögreglumaður stoppa okkur og kíkir vel aftur í bílinn. Við sjáum þyrluna rétt hjá, sjúkrabíl og fleiri lögreglumenn. Þegar lögreglumaðurinn var búinn að kíkja inn í bílinn fengum við að halda áfram.“ Aðspurð um viðbúnaðinn svarar Sigríður Hjördís að það hafi verið ljóst að mikið gekk á þegar þyrlan var á svæðinu. „Okkur grunaði nú að það væri verið að leita að einhverjum þegar lögreglan leitaði í bíl hjá venjulegu fjölskyldufólki,“ bætir hún við. Fréttablaðið greindi frá því í dag að lögreglan var að leita að Stefáni Loga Sívarssyni vegna meintrar frelsissviptingar og hrottalegrar líkamsárásar sem á að hafa átt sér stað á Stokkseyri fyrir skömmu. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Tveir menn voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Mennirnir tveir sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær, verða yfirheyrðir í dag. Hafa því alls fjórir verið handteknir vegna málsins. Lögreglan verst frétta vegna málsins. Stokkseyrarmálið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Lögreglan handtók tvo menn í viðamikilli aðgerð nærri Laugarvatni í gærkvöldi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur var á leiðinni heim úr sumarbústað ásamt fjölskyldu sinni þegar bifreið þeirra var stöðvuð. Hún lýsir aðstæðum svona: „Við komum að hringtorginu hjá Laugarvatni og sjáum þá lögregluna þar. Lögreglumaður stoppa okkur og kíkir vel aftur í bílinn. Við sjáum þyrluna rétt hjá, sjúkrabíl og fleiri lögreglumenn. Þegar lögreglumaðurinn var búinn að kíkja inn í bílinn fengum við að halda áfram.“ Aðspurð um viðbúnaðinn svarar Sigríður Hjördís að það hafi verið ljóst að mikið gekk á þegar þyrlan var á svæðinu. „Okkur grunaði nú að það væri verið að leita að einhverjum þegar lögreglan leitaði í bíl hjá venjulegu fjölskyldufólki,“ bætir hún við. Fréttablaðið greindi frá því í dag að lögreglan var að leita að Stefáni Loga Sívarssyni vegna meintrar frelsissviptingar og hrottalegrar líkamsárásar sem á að hafa átt sér stað á Stokkseyri fyrir skömmu. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Tveir menn voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Mennirnir tveir sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær, verða yfirheyrðir í dag. Hafa því alls fjórir verið handteknir vegna málsins. Lögreglan verst frétta vegna málsins.
Stokkseyrarmálið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira