Starfsmenn Landsbankans fá 4,7 milljarða í sinn hlut Kristján Hjálmarsson skrifar 17. júlí 2013 17:18 Steinþór Pálsson bankastjóri segir mikilvægt að hagsmunir Landsbankans og starfsfólks fari saman. Starfsmenn Landsbankans eignast tæplega 1% hlut í bankanum í samræmi við samkomulag frá árinu 2009. Þetta var staðfest á hlutahafafundi í Landsbanknum í dag. Hlutur þeirra starfsmanna bankans sem hafa verið í fullu starfi síðastliðinn fjögur ár nemur allt að fernum mánaðarlaunum, eftir skatta. Í tölvupósti sem Steinþór Pálsson, bankastjóri, sendi starfsmönnum óskar hann þeim til hamingju með bréfin í bankanum. "Það er mikilvægt að hagsmunir ykkar og bankans fari saman," segir Steinþór meðal annars í bréfinu og útlistar síðan nánar skilyrðin sem þeim fylgja. "Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir okkur öll, ákvæði samningsins frá því í lok árs 2009 standa og starfsmenn uppskera eins og til var sáð," segir í lokaorðum bankastjórans.Samningur frá 2009Í tilkynningu frá bankanum er sagt frá samningnum og útlistað hvernig hann snýr að starfsfólki. "Afhending hlutabréfanna byggist á samningi frá 15. desember 2009 en þá gerðu Landsbankinn hf. (þá NBI hf.), LBI hf. (þá Landsbanki Íslands hf.) og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins samning um fjárhagsuppgjör milli Landsbankans hf. og LBI hf. Að kröfu LBI hf. og með samþykki ríkisins var Landsbankanum gert að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn Landsbankans hf. og setti íslenska ríkið skilyrði um að það næði til allra starfsmanna," segir meðal annars í tilkynningunni. Kerfið skyldi taka mið af verðmæti tiltekinna eignasafna stærri fyrirtækja sem lágu til grundvallar ákvörðunar á fjárhæð skilyrts skuldabréfs sem er hluti af fjárhagsuppgjörinu. Niðurstaða verðmats óháðs ytri aðila var að gefa skyldi út skilyrta skuldabréfið miðað við hámarksfjárhæð þess. Hlutabréfin verða afhent starfsmönnum Landsbankans hf. og Landsbréfa hf. sem voru fastráðnir þann 31. mars 2013 og þeim sem látið hafa af störfum vegna aldurs, örorku eða verið sagt upp í hagræðingarskyni. Fjöldi afhentra hluta til hvers og eins starfsmanns er hlutfallslegur og miðast við föst laun og þann tíma sem viðkomandi hefur starfað hjá Landsbankanum frá 15. desember 2009 til 31. mars 2013. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna er 4,7 milljarðar króna. Starfsmönnum ber að greiða tekjuskatt af virði hlutabréfanna, rétt eins og um launagreiðslu væri að ræða.Skrifast á 1.400 starfsmenn Landsbankinn heldur eftir hlutabréfum sem nema fjárhæð tekjuskattsgreiðslu starfsmanna, fjársýsluskatti sem lagður er á fjármálafyrirtæki og öðrum launatengdum gjöldum og ráðstafar þeirri fjárhæð, samanlagt um 2,3 milljörðum króna til ríkisins. Jafnframt renna 600 milljónir króna í lífeyrissjóði og starfsmenn fá því til sín hlutabréf, miðað við skattalegt mat, að verðmæti um 1,8 milljarða króna, eða sem jafngildir innan við 1% af hlutafé bankans. Sú upphæð skiptist á rúmlega 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Starfsmenn mega ekki selja bréfin í þrjú ár frá afhendingu. Verði hlutabréf skráð í kauphöll má selja 60% af bréfunum en þó ekki fyrr en mánuði eftir skráningu. Þau bréf sem eftir standa (40%) má ekki selja í þrjú ár frá afhendingu. Að auki er óheimilt að veðsetja hlutabréfin á þeim tíma sem ekki má framselja þau, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Starfsmenn Landsbankans eignast tæplega 1% hlut í bankanum í samræmi við samkomulag frá árinu 2009. Þetta var staðfest á hlutahafafundi í Landsbanknum í dag. Hlutur þeirra starfsmanna bankans sem hafa verið í fullu starfi síðastliðinn fjögur ár nemur allt að fernum mánaðarlaunum, eftir skatta. Í tölvupósti sem Steinþór Pálsson, bankastjóri, sendi starfsmönnum óskar hann þeim til hamingju með bréfin í bankanum. "Það er mikilvægt að hagsmunir ykkar og bankans fari saman," segir Steinþór meðal annars í bréfinu og útlistar síðan nánar skilyrðin sem þeim fylgja. "Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir okkur öll, ákvæði samningsins frá því í lok árs 2009 standa og starfsmenn uppskera eins og til var sáð," segir í lokaorðum bankastjórans.Samningur frá 2009Í tilkynningu frá bankanum er sagt frá samningnum og útlistað hvernig hann snýr að starfsfólki. "Afhending hlutabréfanna byggist á samningi frá 15. desember 2009 en þá gerðu Landsbankinn hf. (þá NBI hf.), LBI hf. (þá Landsbanki Íslands hf.) og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins samning um fjárhagsuppgjör milli Landsbankans hf. og LBI hf. Að kröfu LBI hf. og með samþykki ríkisins var Landsbankanum gert að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn Landsbankans hf. og setti íslenska ríkið skilyrði um að það næði til allra starfsmanna," segir meðal annars í tilkynningunni. Kerfið skyldi taka mið af verðmæti tiltekinna eignasafna stærri fyrirtækja sem lágu til grundvallar ákvörðunar á fjárhæð skilyrts skuldabréfs sem er hluti af fjárhagsuppgjörinu. Niðurstaða verðmats óháðs ytri aðila var að gefa skyldi út skilyrta skuldabréfið miðað við hámarksfjárhæð þess. Hlutabréfin verða afhent starfsmönnum Landsbankans hf. og Landsbréfa hf. sem voru fastráðnir þann 31. mars 2013 og þeim sem látið hafa af störfum vegna aldurs, örorku eða verið sagt upp í hagræðingarskyni. Fjöldi afhentra hluta til hvers og eins starfsmanns er hlutfallslegur og miðast við föst laun og þann tíma sem viðkomandi hefur starfað hjá Landsbankanum frá 15. desember 2009 til 31. mars 2013. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna er 4,7 milljarðar króna. Starfsmönnum ber að greiða tekjuskatt af virði hlutabréfanna, rétt eins og um launagreiðslu væri að ræða.Skrifast á 1.400 starfsmenn Landsbankinn heldur eftir hlutabréfum sem nema fjárhæð tekjuskattsgreiðslu starfsmanna, fjársýsluskatti sem lagður er á fjármálafyrirtæki og öðrum launatengdum gjöldum og ráðstafar þeirri fjárhæð, samanlagt um 2,3 milljörðum króna til ríkisins. Jafnframt renna 600 milljónir króna í lífeyrissjóði og starfsmenn fá því til sín hlutabréf, miðað við skattalegt mat, að verðmæti um 1,8 milljarða króna, eða sem jafngildir innan við 1% af hlutafé bankans. Sú upphæð skiptist á rúmlega 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Starfsmenn mega ekki selja bréfin í þrjú ár frá afhendingu. Verði hlutabréf skráð í kauphöll má selja 60% af bréfunum en þó ekki fyrr en mánuði eftir skráningu. Þau bréf sem eftir standa (40%) má ekki selja í þrjú ár frá afhendingu. Að auki er óheimilt að veðsetja hlutabréfin á þeim tíma sem ekki má framselja þau, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent