Starfsmenn Landsbankans fá 4,7 milljarða í sinn hlut Kristján Hjálmarsson skrifar 17. júlí 2013 17:18 Steinþór Pálsson bankastjóri segir mikilvægt að hagsmunir Landsbankans og starfsfólks fari saman. Starfsmenn Landsbankans eignast tæplega 1% hlut í bankanum í samræmi við samkomulag frá árinu 2009. Þetta var staðfest á hlutahafafundi í Landsbanknum í dag. Hlutur þeirra starfsmanna bankans sem hafa verið í fullu starfi síðastliðinn fjögur ár nemur allt að fernum mánaðarlaunum, eftir skatta. Í tölvupósti sem Steinþór Pálsson, bankastjóri, sendi starfsmönnum óskar hann þeim til hamingju með bréfin í bankanum. "Það er mikilvægt að hagsmunir ykkar og bankans fari saman," segir Steinþór meðal annars í bréfinu og útlistar síðan nánar skilyrðin sem þeim fylgja. "Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir okkur öll, ákvæði samningsins frá því í lok árs 2009 standa og starfsmenn uppskera eins og til var sáð," segir í lokaorðum bankastjórans.Samningur frá 2009Í tilkynningu frá bankanum er sagt frá samningnum og útlistað hvernig hann snýr að starfsfólki. "Afhending hlutabréfanna byggist á samningi frá 15. desember 2009 en þá gerðu Landsbankinn hf. (þá NBI hf.), LBI hf. (þá Landsbanki Íslands hf.) og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins samning um fjárhagsuppgjör milli Landsbankans hf. og LBI hf. Að kröfu LBI hf. og með samþykki ríkisins var Landsbankanum gert að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn Landsbankans hf. og setti íslenska ríkið skilyrði um að það næði til allra starfsmanna," segir meðal annars í tilkynningunni. Kerfið skyldi taka mið af verðmæti tiltekinna eignasafna stærri fyrirtækja sem lágu til grundvallar ákvörðunar á fjárhæð skilyrts skuldabréfs sem er hluti af fjárhagsuppgjörinu. Niðurstaða verðmats óháðs ytri aðila var að gefa skyldi út skilyrta skuldabréfið miðað við hámarksfjárhæð þess. Hlutabréfin verða afhent starfsmönnum Landsbankans hf. og Landsbréfa hf. sem voru fastráðnir þann 31. mars 2013 og þeim sem látið hafa af störfum vegna aldurs, örorku eða verið sagt upp í hagræðingarskyni. Fjöldi afhentra hluta til hvers og eins starfsmanns er hlutfallslegur og miðast við föst laun og þann tíma sem viðkomandi hefur starfað hjá Landsbankanum frá 15. desember 2009 til 31. mars 2013. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna er 4,7 milljarðar króna. Starfsmönnum ber að greiða tekjuskatt af virði hlutabréfanna, rétt eins og um launagreiðslu væri að ræða.Skrifast á 1.400 starfsmenn Landsbankinn heldur eftir hlutabréfum sem nema fjárhæð tekjuskattsgreiðslu starfsmanna, fjársýsluskatti sem lagður er á fjármálafyrirtæki og öðrum launatengdum gjöldum og ráðstafar þeirri fjárhæð, samanlagt um 2,3 milljörðum króna til ríkisins. Jafnframt renna 600 milljónir króna í lífeyrissjóði og starfsmenn fá því til sín hlutabréf, miðað við skattalegt mat, að verðmæti um 1,8 milljarða króna, eða sem jafngildir innan við 1% af hlutafé bankans. Sú upphæð skiptist á rúmlega 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Starfsmenn mega ekki selja bréfin í þrjú ár frá afhendingu. Verði hlutabréf skráð í kauphöll má selja 60% af bréfunum en þó ekki fyrr en mánuði eftir skráningu. Þau bréf sem eftir standa (40%) má ekki selja í þrjú ár frá afhendingu. Að auki er óheimilt að veðsetja hlutabréfin á þeim tíma sem ekki má framselja þau, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Starfsmenn Landsbankans eignast tæplega 1% hlut í bankanum í samræmi við samkomulag frá árinu 2009. Þetta var staðfest á hlutahafafundi í Landsbanknum í dag. Hlutur þeirra starfsmanna bankans sem hafa verið í fullu starfi síðastliðinn fjögur ár nemur allt að fernum mánaðarlaunum, eftir skatta. Í tölvupósti sem Steinþór Pálsson, bankastjóri, sendi starfsmönnum óskar hann þeim til hamingju með bréfin í bankanum. "Það er mikilvægt að hagsmunir ykkar og bankans fari saman," segir Steinþór meðal annars í bréfinu og útlistar síðan nánar skilyrðin sem þeim fylgja. "Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir okkur öll, ákvæði samningsins frá því í lok árs 2009 standa og starfsmenn uppskera eins og til var sáð," segir í lokaorðum bankastjórans.Samningur frá 2009Í tilkynningu frá bankanum er sagt frá samningnum og útlistað hvernig hann snýr að starfsfólki. "Afhending hlutabréfanna byggist á samningi frá 15. desember 2009 en þá gerðu Landsbankinn hf. (þá NBI hf.), LBI hf. (þá Landsbanki Íslands hf.) og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins samning um fjárhagsuppgjör milli Landsbankans hf. og LBI hf. Að kröfu LBI hf. og með samþykki ríkisins var Landsbankanum gert að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn Landsbankans hf. og setti íslenska ríkið skilyrði um að það næði til allra starfsmanna," segir meðal annars í tilkynningunni. Kerfið skyldi taka mið af verðmæti tiltekinna eignasafna stærri fyrirtækja sem lágu til grundvallar ákvörðunar á fjárhæð skilyrts skuldabréfs sem er hluti af fjárhagsuppgjörinu. Niðurstaða verðmats óháðs ytri aðila var að gefa skyldi út skilyrta skuldabréfið miðað við hámarksfjárhæð þess. Hlutabréfin verða afhent starfsmönnum Landsbankans hf. og Landsbréfa hf. sem voru fastráðnir þann 31. mars 2013 og þeim sem látið hafa af störfum vegna aldurs, örorku eða verið sagt upp í hagræðingarskyni. Fjöldi afhentra hluta til hvers og eins starfsmanns er hlutfallslegur og miðast við föst laun og þann tíma sem viðkomandi hefur starfað hjá Landsbankanum frá 15. desember 2009 til 31. mars 2013. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna er 4,7 milljarðar króna. Starfsmönnum ber að greiða tekjuskatt af virði hlutabréfanna, rétt eins og um launagreiðslu væri að ræða.Skrifast á 1.400 starfsmenn Landsbankinn heldur eftir hlutabréfum sem nema fjárhæð tekjuskattsgreiðslu starfsmanna, fjársýsluskatti sem lagður er á fjármálafyrirtæki og öðrum launatengdum gjöldum og ráðstafar þeirri fjárhæð, samanlagt um 2,3 milljörðum króna til ríkisins. Jafnframt renna 600 milljónir króna í lífeyrissjóði og starfsmenn fá því til sín hlutabréf, miðað við skattalegt mat, að verðmæti um 1,8 milljarða króna, eða sem jafngildir innan við 1% af hlutafé bankans. Sú upphæð skiptist á rúmlega 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Starfsmenn mega ekki selja bréfin í þrjú ár frá afhendingu. Verði hlutabréf skráð í kauphöll má selja 60% af bréfunum en þó ekki fyrr en mánuði eftir skráningu. Þau bréf sem eftir standa (40%) má ekki selja í þrjú ár frá afhendingu. Að auki er óheimilt að veðsetja hlutabréfin á þeim tíma sem ekki má framselja þau, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent