Innlent

"Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu"

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Múslimar á Íslandi eru komnir í hár saman vegna ummæla imamsins hjá Menningasetri múslima.
Múslimar á Íslandi eru komnir í hár saman vegna ummæla imamsins hjá Menningasetri múslima.

Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum.

Ahmad Seddeq er imam eða trúarleiðtogi Menningarseturs múslima. Samtökin eru með mosku í Ýmishúsinu og þykja íhaldssöm, það er, fylgja orðum kóransins, höfuðriti múslima, af mikilli alvöru.

Seddeq fór mikinn í útvarpsviðtali í Speglinum á RÚV í gær. Þar sagði hann að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum.

Í yfirlýsingu sem Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi sendi frá sér, er lýst yfir vanþóknun á ásökunum imamsins í garð samkynhneigðra og er þar tekið fram að þær tengist Íslam ekki á nokkurn hátt.

Það sé skýrt markmið hjá félaginu að koma í veg fyrir öfga, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þeim forsendum sem Félag múslima á Íslandi ákvað að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma.

Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, fordæmir ummæli imamsins og fullyrðir að yfirlýsingar hans séu ekki byggðar á Íslam enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Þá segir Salmann að slíkur hatursáróður sé aðeins til þess fallinn að auka sundrung í samfélaginu.

Enn fremur biðst Salmann afsökunar á ummælum imamsins, þau séu byggð á mannfyrirlitningu og beri fyrst og fremst vitni persónu prestsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.