"Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. júlí 2013 18:45 Starfsemi VIP Club og Crystal hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga en þar geta viðskiptavinir keypt kampavín og spjallað við stúlkur sem þar starfa. Eigendur staðanna hafa nú stefnt borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, vegna ærumeiðandi ummæla en þær sögðu í viðtölum í fjölmiðlum að svo virtist sem vændi og mansal færi fram í tengslum við staðina. Farið er fram á opinberar afsökunarbeiðnir og greiðslu miskabóta upp á eina milljón króna frá hvorri þeirra til hvors stefnanda. Þær hafa frest fram á mánudaginn, ella verður höfðað mál. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður eigenda staðanna. „Því er alfarið hafnað að þarna fari eitthvað fram sem er í andstöðu við lög og rétt. Það er öllum velkomið að mæta á þessa staði og kanna það af eigin raun. Menn vita hvar staðirnir eru, það hefur verið ítarlega auglýst núna og það er ekki vændisstarfsemi sem þarna fer fram og þaðan af síður á það við nokkur rök að styðjast að þær stúlkur sem þarna starfa séu ekki þarna af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að ásakanir um vændi og mansal hafi verið hafðar uppi áður í fjölmiðlum og Hæstiréttur hafi dæmt þau ummæli dauð og ómerk. "Enda voru þetta hreinar og klárar ærumeiðingar eins og ummælin eru í þesu tilviki,“ segir hann. Björk vill að lögreglan rannsaki starfsemi umræddra staða og Vilhjálmur segir eigendur staðanna ekki hafa neitt að fela. „Þeir hafa einfaldlega ekkert að óttast. Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi eins og lögreglunni sýnist,“ segir Vilhjálmur. Björk kveðst hissa vegna stefnunnar. „Ég sagði að allt benti til þess að verið væri að selja aðgang að konum; 20 þúsund fyrir hverjar tíu mínútur og það er ekkert annað en vændi. Þessar konur eru ekki að spjalla við mennina því þær tala hvorki íslensku né ensku. Þetta er bara kynlífsþjónusta og það er vændi. Þannig að ég held ég standi bara við þau orð,“ segir Björk. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Starfsemi VIP Club og Crystal hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga en þar geta viðskiptavinir keypt kampavín og spjallað við stúlkur sem þar starfa. Eigendur staðanna hafa nú stefnt borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, vegna ærumeiðandi ummæla en þær sögðu í viðtölum í fjölmiðlum að svo virtist sem vændi og mansal færi fram í tengslum við staðina. Farið er fram á opinberar afsökunarbeiðnir og greiðslu miskabóta upp á eina milljón króna frá hvorri þeirra til hvors stefnanda. Þær hafa frest fram á mánudaginn, ella verður höfðað mál. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður eigenda staðanna. „Því er alfarið hafnað að þarna fari eitthvað fram sem er í andstöðu við lög og rétt. Það er öllum velkomið að mæta á þessa staði og kanna það af eigin raun. Menn vita hvar staðirnir eru, það hefur verið ítarlega auglýst núna og það er ekki vændisstarfsemi sem þarna fer fram og þaðan af síður á það við nokkur rök að styðjast að þær stúlkur sem þarna starfa séu ekki þarna af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að ásakanir um vændi og mansal hafi verið hafðar uppi áður í fjölmiðlum og Hæstiréttur hafi dæmt þau ummæli dauð og ómerk. "Enda voru þetta hreinar og klárar ærumeiðingar eins og ummælin eru í þesu tilviki,“ segir hann. Björk vill að lögreglan rannsaki starfsemi umræddra staða og Vilhjálmur segir eigendur staðanna ekki hafa neitt að fela. „Þeir hafa einfaldlega ekkert að óttast. Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi eins og lögreglunni sýnist,“ segir Vilhjálmur. Björk kveðst hissa vegna stefnunnar. „Ég sagði að allt benti til þess að verið væri að selja aðgang að konum; 20 þúsund fyrir hverjar tíu mínútur og það er ekkert annað en vændi. Þessar konur eru ekki að spjalla við mennina því þær tala hvorki íslensku né ensku. Þetta er bara kynlífsþjónusta og það er vændi. Þannig að ég held ég standi bara við þau orð,“ segir Björk.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira