Innlent

Framþróun í veggjalistaverkum borgarinnar

Karen Kjartansdóttir skrifar
Mikil þróun hefur verið í veggjalist, sem sumir kalla reyndar veggjakrot, á höfuðborgarsvæðinu undanfarna mánuði að sögn myndlistamannsins Söru Riel sem á mörg af þekktstu verknum sem prýða höfuðborgina.

Vinnu sína og efni í verkin hefur hún oftast gefið og fengið leyfi frá eigendum húsanna til að setja þau upp enda væri víst ekki annað hægt því mörg þeirra tók mjög langan tíma að vinna að og undirbúa. Sara er samt fyrst og fremst myndlistarmaður og hefur hlotið sína menntun á því sviði.

Fönixinn á Nýlendugötu.
Í þrjú ár hefur Sara rannsakað náttúrugripasöfn, innanlands jafnt sem utan, og má sjá afrakstur þeirrar vinnu í Listasafni Íslands á sýningunni Memento Mori - sem á íslensku gæti útlagst minnstu þess að þú ert dauðlegur - en hún verður opnuð í Listasafni Íslands, 5. júlí. 

Þetta má einnig sjá í veggjalistaverkum hennar til dæmis „Ræktaðu garðinn þinn" sem finna má á Seljavegi og tók um tvö ár að vinna, Fönixinum á Nýlendugötu og Sveppinum við Hverfisgötu. 

Í myndskeiðinu hér að ofan er umfjöllun um nokkur áhugaverð veggjalistaverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×