Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Helga Arnardóttir skrifar 4. júní 2013 18:45 Sigurður Guðmundsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraðsdómi árið 2002 fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans á heimili þeirra í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn 2003 og var Sigurður dæmdur í átján mánaða fangelsi. Drengurinn missti meðvitund á heimili Sigurðar og lést 48 tímum síðar á sjúkrahúsi. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist úr Shaken baby syndrome, eða heilkenni ungbarnahristings. Einkenni þess hafa verið talin blæðingar undir heilahimnu, bjúgmyndun við heila og blóðsöfnun í augnbotnum. Sigurður átti að hafa hrist drenginn svo harkalega að það leiddi til dauða hans. Sigurður neitaði alltaf sök í málinu og hefur haldið fram sakleysi sínu allt fram til dagsins í dag. Lögmaður hans Sveinn Andri Sveinsson fékk fyrir skömmu Dr. Waney Squier breskan taugameinafræðing samþykktan sem dómkvaddan matsmann til að fara yfir málið að nýju. „Til þess að fara yfir þá krufningu sem liggur fyrir í málinu og lá til grundvallar sakfellingu í málinu og reyna átta sig á dánarorsökum þessa litla drengs," segir Sveinn Andri. Dr. Squier hefur sérhæft sig í rannsóknum á heilum ungbarna og lengi verið dómkvaddur sérfræðingur í bresku réttarkerfi bæði hjá ákæruvaldinu og vörninni, þegar Shaken baby syndrome tilfelli hafa verið til meðferðar. „Það er í stuttu máli hennar niðurstaða að dánarorsök hafi ekki verið hristingur þannig að hún hafnar algjörlega þessum svokallaða shaken baby syndrome í þessu máli," segiir Sveinn. Dr.Squier setur fyrirvara við margt í máli drengsins og segir að samkvæmt athugunum sínum hafi engin merki verið um ofbeldi á líkama drengsins, hvorki handaför né marblettir eða rifbeinsbrot sem hefði mátt búast við ef gripið hefði verið um níu mánaða barn, rúm níu kíló að þyngd og það hrist harkalega. Engin merki hafi heldur verið um hálsmeiðsl sem hefði mátt búast við ef harkalegur hálshnykkur hefði átt sér stað. Hún segir drenginn einnig hafa verið eldri og þyngri en flest þau börn sem talin hafa verið fórnarlömb heilkennis ungbarnahristings en meðalaldur þeirra sé í kringum 12 vikur. Þá efast hún einnig stórlega um að fullorðinn einstaklingur gæti hrist barn í þessari þyngd nógu harkalega til að valda innvortis meiðslum án þess að þreytast fljótt. Hún telur sig þó ekki vita hver dánarorsök drengsins var en nefnir meðal annars D-vítamín skort og veikindi drengsins dagana fyrir andlátið sem mögulega áhrifaþætti. „Við fáum líklega aldrei að vita hver dánarorsök drengsins var en það sem skiptir mestu máli er að hún hafnar hinum banvæna hristingi sem dánarorsök. Þarna hefur tekist að sýna fram á það að dánarorsökin er önnur en lögð var til grundvallar í þessu sakamáli sem var rekið hér fyrir tíu árum síðan," segir Sveinn. Niðurstöðurnar verðar lagðar fyrir nýskipaða endurupptökunefnd og farið verður fram á endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir rannsóknir í þessum efnum hafa fleygt fram á undanförnum árum og skiptar skoðanir séu á heilkenni ungbarnahristings. Í ljósi niðurstöðunnar ákvað Sigurður að málið yrði opnað að nýju þrátt fyrir að langt sé um liðið. „Í fyrsta lagi þá setja menn svona lagað ekkert á bakvið sig, í öðru lagi er aldrei of seint að endurheimta mannorðið og æruna og það er það sem hann er að gera og það er betra seint en aldrei." Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Sigurður Guðmundsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraðsdómi árið 2002 fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans á heimili þeirra í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn 2003 og var Sigurður dæmdur í átján mánaða fangelsi. Drengurinn missti meðvitund á heimili Sigurðar og lést 48 tímum síðar á sjúkrahúsi. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist úr Shaken baby syndrome, eða heilkenni ungbarnahristings. Einkenni þess hafa verið talin blæðingar undir heilahimnu, bjúgmyndun við heila og blóðsöfnun í augnbotnum. Sigurður átti að hafa hrist drenginn svo harkalega að það leiddi til dauða hans. Sigurður neitaði alltaf sök í málinu og hefur haldið fram sakleysi sínu allt fram til dagsins í dag. Lögmaður hans Sveinn Andri Sveinsson fékk fyrir skömmu Dr. Waney Squier breskan taugameinafræðing samþykktan sem dómkvaddan matsmann til að fara yfir málið að nýju. „Til þess að fara yfir þá krufningu sem liggur fyrir í málinu og lá til grundvallar sakfellingu í málinu og reyna átta sig á dánarorsökum þessa litla drengs," segir Sveinn Andri. Dr. Squier hefur sérhæft sig í rannsóknum á heilum ungbarna og lengi verið dómkvaddur sérfræðingur í bresku réttarkerfi bæði hjá ákæruvaldinu og vörninni, þegar Shaken baby syndrome tilfelli hafa verið til meðferðar. „Það er í stuttu máli hennar niðurstaða að dánarorsök hafi ekki verið hristingur þannig að hún hafnar algjörlega þessum svokallaða shaken baby syndrome í þessu máli," segiir Sveinn. Dr.Squier setur fyrirvara við margt í máli drengsins og segir að samkvæmt athugunum sínum hafi engin merki verið um ofbeldi á líkama drengsins, hvorki handaför né marblettir eða rifbeinsbrot sem hefði mátt búast við ef gripið hefði verið um níu mánaða barn, rúm níu kíló að þyngd og það hrist harkalega. Engin merki hafi heldur verið um hálsmeiðsl sem hefði mátt búast við ef harkalegur hálshnykkur hefði átt sér stað. Hún segir drenginn einnig hafa verið eldri og þyngri en flest þau börn sem talin hafa verið fórnarlömb heilkennis ungbarnahristings en meðalaldur þeirra sé í kringum 12 vikur. Þá efast hún einnig stórlega um að fullorðinn einstaklingur gæti hrist barn í þessari þyngd nógu harkalega til að valda innvortis meiðslum án þess að þreytast fljótt. Hún telur sig þó ekki vita hver dánarorsök drengsins var en nefnir meðal annars D-vítamín skort og veikindi drengsins dagana fyrir andlátið sem mögulega áhrifaþætti. „Við fáum líklega aldrei að vita hver dánarorsök drengsins var en það sem skiptir mestu máli er að hún hafnar hinum banvæna hristingi sem dánarorsök. Þarna hefur tekist að sýna fram á það að dánarorsökin er önnur en lögð var til grundvallar í þessu sakamáli sem var rekið hér fyrir tíu árum síðan," segir Sveinn. Niðurstöðurnar verðar lagðar fyrir nýskipaða endurupptökunefnd og farið verður fram á endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir rannsóknir í þessum efnum hafa fleygt fram á undanförnum árum og skiptar skoðanir séu á heilkenni ungbarnahristings. Í ljósi niðurstöðunnar ákvað Sigurður að málið yrði opnað að nýju þrátt fyrir að langt sé um liðið. „Í fyrsta lagi þá setja menn svona lagað ekkert á bakvið sig, í öðru lagi er aldrei of seint að endurheimta mannorðið og æruna og það er það sem hann er að gera og það er betra seint en aldrei."
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira