Innlent

Skoðar hvort umhverfisráðuneytið sé óþarft

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson.

Nýr umhverfisráðherra segir mikilvægt að umhverfismálin séu ekki andstæða atvinnumálanna. Hann skoðar hvort að umhverfisráðuneytið sé óþarft og hægt sé að færa málaflokkinn inn í önnur ráðuneyti.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs, landbúnaðar og umhverfis- og auðlindaráðherra, var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun ásamt Guðbjarti Hannessyni þingmanni Samfylkingarinnar.

Þar var hann var hann spurður út í ummæli sín í nýjasta Bændablaðinu þar sem Sigurður Ingi sagði að svo gæti farið að umhverfisráðuneytið yrði óþarft og málaflokkurinn þess í stað tekinn inn í öll önnur ráðuneyti.

„Við erum að skoða hvernig við getum samþætt þetta. Það er mjög mikilvægt að umhverfismálin séu ekki andstæða atvinnumálanna heldur sé hver ákvörðun um framkvæmd, þá séu menn fullkomlega meðvitaðir um umhverfisþáttinn,“ sagði Sigurður Ingi.

Hann segir þetta þó ekki þýða að slakað verði á kröfum þegar kemur að umhverfismálum.

„Það er eðlilegast að þetta séu ekki átakaþættir sem að ævilega séu í stað heldur séu samþættir í hugsun,“ sagði Sigurður Ingi. Guðbjartur lagði áherslu á að sérstakt umhverfisráðuneyti verði áfram starfandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.