Dularfullir bílar á kreiki í fíkniefnamáli 31. maí 2013 11:49 Sakborningur í málinu leiddur fyrir dómara. „Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira