Innlent

Karlmaður örmagnaðist á göngu um Fimmvörðuháls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn örmagnaðist á göngu um Fimmvörðuháls.
Maðurinn örmagnaðist á göngu um Fimmvörðuháls.

Franskur karlmaður örmagnaðist á göngu yfir Fimmvörðuhálsinn rétt fyrir hádegi í morgun. Maðurinn hringdi í Neyðarlínuna eftir hjálp. Samtalið slitnaði áður en ljóst varð hvar maðurinn er staðsettur. Tilraunir til þess að reyna að ná í manninn aftur báru ekki árangur. Því var hafin leit.

Þá var björgunarbáturinn Þórður Kristjánsson kallaður út frá Reykjavík, rétt fyrir klukkan eitt, til aðstoðar bát sem er aflvana innst í Hvalfirði. Bátnum tókst að koma út rekakkeri svo enginn hætta er á ferðum. Áætlað er að Þórður muni taka bátinn í tog í næstu höfn. Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær það verður.

--------------------------------

Uppfært klukkan 14:45

Símasamband er komið á við manninn og er hans leitað út frá því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.