Lífið

Brad Pitt lítur á Angelinu sem hetju

Brad Pitt og Angelina Jolie á góðri stundu.
Brad Pitt og Angelina Jolie á góðri stundu. Mynd/AFP
Netheimar loga vegna frétta af tvöföldu brjóstnámi leikonunnar Angelinu Jolie. Eins og Vísir hefur greint frá tilkynnti hún um aðgerðina á vef The New York Times í gærkvöldi.



Brad Pitt, barnsfaðir og unnusti Angelinu, segir í viðtali við The Telegraph að hann líti á eiginkonu sína sem  hetju fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að láta fjarlægja á sér brjóstin. „Þetta er mikill gleðidagur fyrir fjölskylduna. Það eina sem ég vil er að hún lifi löngu og heilbrigðu lífi með mér og börnunum okkar.“  Í The Evening Standard þakkaði hann læknisteyminu sem sá um aðgerðina hjartanlega fyrir störf sín. „Við erum mjög þakklát.“



Jolie segir Brad hafa staðið við bakið á sér eins og klett allt ferlið. Hún segir lífsförunaut sinn hafa sýnt sér mikinn stuðning, ást og umhyggju. Nú þurfi börnin þeirra ekki að hafa áhyggjur af neinu, en með aðgerðinni er talið að hún hafi minnkað líkurnar á að fá brjóstakrabbamein úr 87 prósentum niður í 5 prósent.



Með greininni í New York times vildi Angelina hvetja aðrar konur í sömu stöðu til að leita upplýsinga og úrræða til að geta tekið upplýstar ákvarðanir um næstu skref í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.




Tengdar fréttir

Angelina lætur fjarlægja bæði brjóst sín

Leikkonan Angelina Jolie tilkynnti í morgun að ótti hennar við krabbamein hafi leitt hana til þeirrar niðurstöðu að rétt væri að láta fjarlægja bæði brjóst sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×