Arnór Sveinn orðinn grænmetisæta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 14:15 Arnór birti þessa mynd á Instagram á dögunum. Við hana skrifaði hann: "Ef ég fer í hermannabuxur og gallaskyrtu, get ég þá opnað tískublogg?“ Mynd/Instagram Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira