Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði upp mark Norrköping þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn topplði Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Gunnar lagði upp mark strax á áttundu mínútu leiksins en heimamenn í Malmö jöfnuðu metinn snemma í síðari hálfleik.
Gunnar Heiðar fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks en ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðsli Eyjamannsins eru.
Norrköping er í 5. sæti með tíu stig en hefur leikið leik meira en flest liðin.
Þá bar Ari Freyr Skúlason fyrirliðabandið hjá Sundsvall þegar liðið lagði Ångelholm 2-0 á útivelli í sænsku b-deildinni. Ari lagði upp fyrra mark gestanna strax á fyrstu mínútu leiksins.
Sundsvall er nú taplaust í þremur leikjum og komið í 5. sæti í deildinni eftir brösuga byrjun.
Íslendingar leggja upp mörk
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn

Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn


Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn

