Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 14:50 Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða og hefur niðurstaða starfshópsins sem vann að málinu hafa vakið athygli fræðasamfélags á alþjóðavettvangi. Rúmur mánuður er liðinn frá því niðurstaða starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál var gerð opinber með viðamikilli skýrslu. Niðurstaða hópsins var að framburður sakborninginganna sex í málinu fyrir dómi og hjá lögreglu hafi ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta mál einstakt á heimsmælikvarða. „Ég segi þetta út frá minni þekkingu, ég hef unnið að svo mörgum málum víða um heim og mjög frægum málum sem hafa verið talin alvarleg þegar kemur að því hvernig fólk hefur verið yfirheyrt og annað. Þannig að þetta er mjög einstakt mál," segir Gísli. Hann segir málið óvenjulegt sérstaklega út af langri einangrun sem meirihluti sakborninganna þurfti að upplifa en lengsta einangrunin stóð yfir í hátt í tvö ár. Það gefi einnig innsýn í hvað einangrun og yfirheyrslutækni geti haft mikil áhrif á framburð sakborninga. „Það var ekkert um annað að ræða en að reyna hjálpa lögreglunni. Eins og ég lít á þetta mál núna, þá er greinilegt að þessir einstaklingar höfðu enga útgönguleið. Eina í stöðunni var að gefa lögreglunni þær upplýsingar sem þeir töldu að lögreglan vildi vita. Því annars yrði einangrunin bara lengri sem þeir sáu ekki fram á að losna úr." Gísli segir niðurstöðu starfshópsins hafa vakið athygli fræðasamfélagsins á alþjóðavísu. „Þess vegna erum við að skrifa grein sem verður sent í alþjóðlegt vísindarit um sálfræðilega þætti þessa máls og gefa upplýsingar um það frá fræðilegu sjónarmiði hvaða áhrif einangrun og yfirheyrslur geta haft á sálarlíf einstaklinga og framburð þeirra hjá lögreglu.“ Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða og hefur niðurstaða starfshópsins sem vann að málinu hafa vakið athygli fræðasamfélags á alþjóðavettvangi. Rúmur mánuður er liðinn frá því niðurstaða starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál var gerð opinber með viðamikilli skýrslu. Niðurstaða hópsins var að framburður sakborninginganna sex í málinu fyrir dómi og hjá lögreglu hafi ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta mál einstakt á heimsmælikvarða. „Ég segi þetta út frá minni þekkingu, ég hef unnið að svo mörgum málum víða um heim og mjög frægum málum sem hafa verið talin alvarleg þegar kemur að því hvernig fólk hefur verið yfirheyrt og annað. Þannig að þetta er mjög einstakt mál," segir Gísli. Hann segir málið óvenjulegt sérstaklega út af langri einangrun sem meirihluti sakborninganna þurfti að upplifa en lengsta einangrunin stóð yfir í hátt í tvö ár. Það gefi einnig innsýn í hvað einangrun og yfirheyrslutækni geti haft mikil áhrif á framburð sakborninga. „Það var ekkert um annað að ræða en að reyna hjálpa lögreglunni. Eins og ég lít á þetta mál núna, þá er greinilegt að þessir einstaklingar höfðu enga útgönguleið. Eina í stöðunni var að gefa lögreglunni þær upplýsingar sem þeir töldu að lögreglan vildi vita. Því annars yrði einangrunin bara lengri sem þeir sáu ekki fram á að losna úr." Gísli segir niðurstöðu starfshópsins hafa vakið athygli fræðasamfélagsins á alþjóðavísu. „Þess vegna erum við að skrifa grein sem verður sent í alþjóðlegt vísindarit um sálfræðilega þætti þessa máls og gefa upplýsingar um það frá fræðilegu sjónarmiði hvaða áhrif einangrun og yfirheyrslur geta haft á sálarlíf einstaklinga og framburð þeirra hjá lögreglu.“
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira