Innlent

Villikindur í Þorgeirsfirði

Kindur ganga úti allan ársins hring.
Kindur ganga úti allan ársins hring.
Björgunarsveitarmenn úr Ægi frá Grenivík fundu í gær þrjár sprelllifandi kindur í Þorgeirsfirði, þegar þeir voru þar við æfingar. Þær reyndust vera frá bænum Grýtubakka, og hafa gengið úti í öllum veðrum í allan vetur. Björgunarmennirnir fluttu þær heim á vélsleðum.  Eigandi þeirra, Þórarinn Ingi Pétursson, segir í viðtali við vefinn 641.is, að þær séu ótrúlega vel á sig komnar eftir útigönguna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×