Harpa fær verðlaun ESB fyrir byggingarlist Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. apríl 2013 11:08 Harpa. Mynd/ Vilhelm Tónlistar- og rástefnuhúsið Harpa fær verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist, kennd við Mies van der Rohe, en þetta var tilkynnt í dag. Aðalhönnuðir Hörpu eru Teiknistofa Henning Larsen, Batteríið arkitektar og Ólafur Elíasson. Verðlaunaafhendingin fer fram í Barcelona 7. júní. „Við erum ótrúlega þakklát. Harpa varð að veruleika þökk sé samstarfi fjölda fólks, drifkrafts þeirra og skuldbindinga. Harpa er orðin tákn fyrir endurnýjaðan kraft Íslands,“ segir Peer Teglgaard hjá Teiknistofu Henning Larsen. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þau fagna í ár 25 ára afmæli sínu en þau voru sett á stofn árið 1987 af Evrópusambandinu og Stofnun Mies van der Rohe í Barcelona. Þeim er ætlað að vekja athygli á því sem best er gert í evrópskri byggingarlist og koma allar byggingar sem lokið var við á árunum tveimur fyrir afhendinguna til greina. Í ár voru 350 byggingar frá 37 Evrópulöndum tilnefndar til verðlaunanna sem nema alls 60 þúsund evrum, eða um níu milljónum króna. Meðal fyrri sigurvegara má nefna stjörnuarkitekta á borð við Norman Foster, Zaha Hadid og Rem Koolhas. Óperuhúsið í Osló fékk verðlaunin árið 2009.Nánar um málið má lesa hér.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ræðu Antoni Vives, forseta Mies van der Rohe stofnunarinnar. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Tónlistar- og rástefnuhúsið Harpa fær verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist, kennd við Mies van der Rohe, en þetta var tilkynnt í dag. Aðalhönnuðir Hörpu eru Teiknistofa Henning Larsen, Batteríið arkitektar og Ólafur Elíasson. Verðlaunaafhendingin fer fram í Barcelona 7. júní. „Við erum ótrúlega þakklát. Harpa varð að veruleika þökk sé samstarfi fjölda fólks, drifkrafts þeirra og skuldbindinga. Harpa er orðin tákn fyrir endurnýjaðan kraft Íslands,“ segir Peer Teglgaard hjá Teiknistofu Henning Larsen. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þau fagna í ár 25 ára afmæli sínu en þau voru sett á stofn árið 1987 af Evrópusambandinu og Stofnun Mies van der Rohe í Barcelona. Þeim er ætlað að vekja athygli á því sem best er gert í evrópskri byggingarlist og koma allar byggingar sem lokið var við á árunum tveimur fyrir afhendinguna til greina. Í ár voru 350 byggingar frá 37 Evrópulöndum tilnefndar til verðlaunanna sem nema alls 60 þúsund evrum, eða um níu milljónum króna. Meðal fyrri sigurvegara má nefna stjörnuarkitekta á borð við Norman Foster, Zaha Hadid og Rem Koolhas. Óperuhúsið í Osló fékk verðlaunin árið 2009.Nánar um málið má lesa hér.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ræðu Antoni Vives, forseta Mies van der Rohe stofnunarinnar.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira