Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið 29. apríl 2013 15:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundi með fréttamönnum eftir fundinn með forseta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Sigmundur Davíð játaði að hafa átt í mjög óformlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi, en varaði við að það yrði lesið of mikið úr slíkum samræðum. Hann sagði að hvorki formlegar né óformlegar samningaviðræður væru hafnar, og sagði að hann byggist ekki við að viðræður hæfust í dag, fyrst þyrfti forsetinn að að segja til um það hver fengi umboð til þess að hefja þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir fund sinn með forsetanum fyrr í dag að hann byggist við því að formenn stærstu flokkanna, það er Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, myndu ræða saman í dag. Stjórnarmyndunarviðræður þyrftu ekki að taka nema eina til tvær vikur.Sigmundur Davíð, var spurður á fréttamannafundi eftir fund hans með forsetanum, hvort hann fengi stjórnarmyndunarumboð. Hann svaraði afdráttarlaust: Ég hef ekki hugmynd. Aðspurður hvort forsetinn hafi gefið eitthvað í skyn á fundi þeirra, svaraði Sigmundur neitandi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er nú á fundi Ólafs Ragnars en sá fundur er styttri en fundir forsetans með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem voru einn og hálfur tími að lengd. Aðrir fundir eru klukkutími að lengd. Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fleiri fréttir Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Sigmundur Davíð játaði að hafa átt í mjög óformlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi, en varaði við að það yrði lesið of mikið úr slíkum samræðum. Hann sagði að hvorki formlegar né óformlegar samningaviðræður væru hafnar, og sagði að hann byggist ekki við að viðræður hæfust í dag, fyrst þyrfti forsetinn að að segja til um það hver fengi umboð til þess að hefja þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir fund sinn með forsetanum fyrr í dag að hann byggist við því að formenn stærstu flokkanna, það er Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, myndu ræða saman í dag. Stjórnarmyndunarviðræður þyrftu ekki að taka nema eina til tvær vikur.Sigmundur Davíð, var spurður á fréttamannafundi eftir fund hans með forsetanum, hvort hann fengi stjórnarmyndunarumboð. Hann svaraði afdráttarlaust: Ég hef ekki hugmynd. Aðspurður hvort forsetinn hafi gefið eitthvað í skyn á fundi þeirra, svaraði Sigmundur neitandi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er nú á fundi Ólafs Ragnars en sá fundur er styttri en fundir forsetans með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem voru einn og hálfur tími að lengd. Aðrir fundir eru klukkutími að lengd.
Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fleiri fréttir Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Sjá meira