Hannes Þ. Sigurðsson var í leikmannahópi Mjällby í fyrsta sinn í dag en hann var ónotaður varamaður í 2-1 sigri á Helsingborg.
Hannes kom til liðsins á dögunum en hann lék síðast með liði í Kasakstan. Þetta var fyrsti sigur Mjällby á tímabilinu sem er nýhafið í Svíþjóð.
Þá voru þeir Hjörtur Logi Valgarðsson og Hjálmar Jónsson báðir ónotaðir varamenn þegar að IFK Gautaborg gerði markalaust jafntefli við Elfsborg.
Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Elfsborg í dag.
IFK er í toppsæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjár umferðir en Elfsborg er í tíunda sæti með þrjú stig. Mjällby er í ellefta sæti.
Í sænsku B-deildinni vann Örebro 3-0 sigur á Sundsvall. Ari Freyr Skúlason og Jón Guðni Fjóluson spiluðu báðir allan leikinn fyrir síðarnefnda liðið.
Hannes á bekknum hjá Mjällby
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
