Veigamikil rök fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2013 14:18 Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar:· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.Þrjár leiðir færarStarfshópurinn bendir á nokkrar leiðir til að málunum verði komið í farveg:· Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.· Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.· Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Umræddur starfshópur var skipaður 7. október 2011 eftir mikla umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á Stöð 2 og Vísi. Hópnum var falið að fara yfir rannsókn tveggja sakamála í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum og að greina í skýrslu sinni frá því hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa varðandi framhald málanna. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar:· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.Þrjár leiðir færarStarfshópurinn bendir á nokkrar leiðir til að málunum verði komið í farveg:· Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.· Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.· Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Umræddur starfshópur var skipaður 7. október 2011 eftir mikla umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á Stöð 2 og Vísi. Hópnum var falið að fara yfir rannsókn tveggja sakamála í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum og að greina í skýrslu sinni frá því hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa varðandi framhald málanna. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira