Aldrei sannað að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið myrtir Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2013 15:07 Guðmundar- og Geirfinnsmálið fyrir dómi. Mynd/ Bjarnleifur. Aldrei hefur verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnið við hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson þáverandi lögmaður og síðar hæstaréttardómari í grein í Morgunblaðinu. Greinina ritaði Jón Steinar í ágúst 1997, fáeinum dögum eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku málsins. Nokkur ungmenni voru dæmd til fangelsisvistar árið 1980 fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni sem hurfu báðir árið 1974. Sem kunnugt hvatti nefnd á vegum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, sem fjallaði um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, til þess að málin verði tekin upp að nýju. Játningar sakborninga hafi ýmist verið óáreiðanlegar eða beinlínis falskar. Hæstiréttur hafnaði endurupptökubeiðni árið 1997. Í grein sinni sem Jón Steinar ritaði víkur hann að játningum sakborninganna. Hann segir meðal annars að játningar einar geti ekki falið í sér fullnægjandi sönnunarfærslu í sakamálum. „Þær hljóta að þurfa að styðjast við önnur "áþreifanlegri" sönnunargögn til að verða lagðar til grundvallar dómi. Margt var athugavert við þessar játningar," segir hann. Þá spyr Jón Steinar hvernig hafi getað staðið á því að enginn sakborninga hafi getað bent á hvar a.m.k. annað líkið væri að finna, að því gefnu að játningarnar væru réttar. Sakborningarnir hafi gefið ýmsar skýringar á þessu en engar þeirra hafi reynst réttar þegar líkanna var leitað. Jón Steinar spyr hvort játningarnar hafi verið trúverðugri en þessar frásagnir af staðsetningu líkanna. „Í raun og veru hefur aldrei verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnin við hvarf þessara tveggja manna. Fjöldi fólks hefur horfið á undanförnum áratugum á Íslandi án þess að skýringar hafi fundist. Mér finnst eins standa á um þessa tvo menn," sagði Jón Steinar í greininni.Grein Jóns Steinars má lesa hér. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Aldrei hefur verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnið við hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson þáverandi lögmaður og síðar hæstaréttardómari í grein í Morgunblaðinu. Greinina ritaði Jón Steinar í ágúst 1997, fáeinum dögum eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku málsins. Nokkur ungmenni voru dæmd til fangelsisvistar árið 1980 fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni sem hurfu báðir árið 1974. Sem kunnugt hvatti nefnd á vegum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, sem fjallaði um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, til þess að málin verði tekin upp að nýju. Játningar sakborninga hafi ýmist verið óáreiðanlegar eða beinlínis falskar. Hæstiréttur hafnaði endurupptökubeiðni árið 1997. Í grein sinni sem Jón Steinar ritaði víkur hann að játningum sakborninganna. Hann segir meðal annars að játningar einar geti ekki falið í sér fullnægjandi sönnunarfærslu í sakamálum. „Þær hljóta að þurfa að styðjast við önnur "áþreifanlegri" sönnunargögn til að verða lagðar til grundvallar dómi. Margt var athugavert við þessar játningar," segir hann. Þá spyr Jón Steinar hvernig hafi getað staðið á því að enginn sakborninga hafi getað bent á hvar a.m.k. annað líkið væri að finna, að því gefnu að játningarnar væru réttar. Sakborningarnir hafi gefið ýmsar skýringar á þessu en engar þeirra hafi reynst réttar þegar líkanna var leitað. Jón Steinar spyr hvort játningarnar hafi verið trúverðugri en þessar frásagnir af staðsetningu líkanna. „Í raun og veru hefur aldrei verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnin við hvarf þessara tveggja manna. Fjöldi fólks hefur horfið á undanförnum áratugum á Íslandi án þess að skýringar hafi fundist. Mér finnst eins standa á um þessa tvo menn," sagði Jón Steinar í greininni.Grein Jóns Steinars má lesa hér.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira