Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 11:37 „Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." Þetta segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Grétar Ómarsson, íbúi í Vestamannaeyjum, skrifaði innanríkisráðherra bréf í gær. Þar sagði hann frá því hvernig hann rak unga hettuklædda menn af lóð nágranna síns aðfaranótt þriðjudags. Í símtali sínu til Neyðarlínunnar hafi hann fengið þær upplýsingar að engin lögregla væri á vakt. „Það er allt rétt sem kemur fram í þessu bréfi," segir Pétur. Hann bendir á að þrjú innbrot hafi verið framin undanfarnar vikur í Eyjum. „Við höldum því fram að þau séu öll framin á þessum tíma sem stöðin er lokuð. Þau eru öll óupplýst," segir Pétur. Hann segir lögreglustöðinni vera lokað klukkan þrjú á nóttunni á virkum dögum og sé lokuð til sjö. Um helgar loki stöðin klukkan sex um morguninn en opni aftur klukkan tíu. Þannig loki lögreglustöðin rétt eftir að öldurhúsunum er lokað sem sé skrýtið. „Á góðviðrisdögum á sumrin þá er fullt af fólki í bænum og það fer ekkert heim um leið og pöbbunum er lokað," segir Pétur. Hann bendir á að ef kalla þurfi út lögreglumann taki það lágmark stundarfjórðung fyrir hann að koma sér á fætur, hafa sig til og mæta á vettvang. Hann segist hálfundrandi á því að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki áttað sig á stöðu mála fyrr því svona hafi vaktirnar verið í tæp tvö ár. Á sama tíma hefur lögreglumönnum í Eyjum verið fækkað úr ellefu í átta. „Við erum að missa þrjá menn. Það er verið að skerða öryggi okkar úti á vettvangi," segir Pétur. Hann bætir við að áður hafi verið þrír menn á næturvakt en séu nú tveir. Niðurskurðurinn komi einnig niður á dagvaktinni. „við vorum tveir á dagvöktum en nú bara einn fyrir utan yfirlögregluþjóninn og lögreglufulltrúa sem sinnir rannsóknum. Þetta er örugglega svona víða á landinu," segir Pétur. Tengdar fréttir Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." Þetta segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Grétar Ómarsson, íbúi í Vestamannaeyjum, skrifaði innanríkisráðherra bréf í gær. Þar sagði hann frá því hvernig hann rak unga hettuklædda menn af lóð nágranna síns aðfaranótt þriðjudags. Í símtali sínu til Neyðarlínunnar hafi hann fengið þær upplýsingar að engin lögregla væri á vakt. „Það er allt rétt sem kemur fram í þessu bréfi," segir Pétur. Hann bendir á að þrjú innbrot hafi verið framin undanfarnar vikur í Eyjum. „Við höldum því fram að þau séu öll framin á þessum tíma sem stöðin er lokuð. Þau eru öll óupplýst," segir Pétur. Hann segir lögreglustöðinni vera lokað klukkan þrjú á nóttunni á virkum dögum og sé lokuð til sjö. Um helgar loki stöðin klukkan sex um morguninn en opni aftur klukkan tíu. Þannig loki lögreglustöðin rétt eftir að öldurhúsunum er lokað sem sé skrýtið. „Á góðviðrisdögum á sumrin þá er fullt af fólki í bænum og það fer ekkert heim um leið og pöbbunum er lokað," segir Pétur. Hann bendir á að ef kalla þurfi út lögreglumann taki það lágmark stundarfjórðung fyrir hann að koma sér á fætur, hafa sig til og mæta á vettvang. Hann segist hálfundrandi á því að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki áttað sig á stöðu mála fyrr því svona hafi vaktirnar verið í tæp tvö ár. Á sama tíma hefur lögreglumönnum í Eyjum verið fækkað úr ellefu í átta. „Við erum að missa þrjá menn. Það er verið að skerða öryggi okkar úti á vettvangi," segir Pétur. Hann bætir við að áður hafi verið þrír menn á næturvakt en séu nú tveir. Niðurskurðurinn komi einnig niður á dagvaktinni. „við vorum tveir á dagvöktum en nú bara einn fyrir utan yfirlögregluþjóninn og lögreglufulltrúa sem sinnir rannsóknum. Þetta er örugglega svona víða á landinu," segir Pétur.
Tengdar fréttir Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12