Íbúi í Keflavík hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum í vikunni vegna þess að bifreið hafði staðnæmst við lóðina hjá honum og þar henti ökumaður hennar út þremur litlum kettlingum.
Hann ók síðan á brott og skildi þá eftir. Íbúanum tókst þegar að handsama tvær af litlu kisunum, en sú þriðja hafði þá smokrað sér í burtu.
Lögregla hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, sem lét sækja kettlingana.
Þetta ofangreinda athæfi er brot á lögum um dýravernd og vitað hver þar var að verki. Málið er í hefðbundnum farvegi hjá lögreglu.
Henti þremur kettlingum út úr bílnum
