Innlent

Þráðlaust net í þotum fjögurra félaga

Af þeim sextán félögum sem munu halda uppi millilandaflugi frá Íslandi næsta sumar munu fjögur bjóða farþegum upp á nettengingu. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is.

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian, sem hóf flug á milli Oslóar og Keflavíkur síðastliðið sumar, hefur síðan boðið upp á ókeypis netsamband. Farþegar SAS á sömu leið geta einnig nettengst í þeim vélum félagsins sem hafa þráðlausan búnað.

Icelandair mun hefjast handa við að netvæða flota sinn innan skamms og sömuleiðis áformar bandaríska flugfélagið Delta að bjóða upp á netsamband í flugi á milli New York og Íslands.

SAS og Delta munu rukka fyrir þjónustuna um tvö þúsund krónur en ekki liggur enn fyrir hvort Icelandair þurfi að borga fyrir netaðgang og þá hversu mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×