Innlent

Ferðafólki bjargað úr sjálfheldu

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði hópi fólks úr sjálfheldu eftir að bíll þeirra drap á sér í straumharðri á við Landmannalaugar síðdegis í dag.

Þau voru flutt til Reykjavíkur þar sem læknar á Landspítalanum tóku á móti þeim. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu amar ekkert að fólkinu, nokkur voru þó köld eftir veruna á þaki jeppans.

Ferðafólkinu sat fast í ánni við bílastæðið í Landmannalaugum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kjölfarið og er nú komin á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu eru vatnavextir í ám og lækjum á svæðinum miklir. Áin sem fólkið festist í er að jafnaði tiltölulega meinlaus en hún er nú djúp og straumhörð.

Jeppi fólksins drap á sér þegar komið var út í miðja á. Vatn flæðir nú inn um glugga, auk þess hefur bíllinn færst til í straumnum.

Mikill krapi er að Fjallabaki og hefur björgunarsveitum reynst erfitt að komast á staðinn. Því var ákveðið að kalla þyrlu Landhelgisgæslunnar út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×