"Auðvitað er okkur treystandi" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 11:50 Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar. Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar.
Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00