Innlent

"Okkar hugur er hjá Oscari"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Okkar hugur er hjá Oscari og aðstandendum þeirra sem hlut eiga að máli," segirJón Sigurðsson, forstjóri Össurar, um tíðindi dagsins af frjálsíþróttakappanum Oscar Pistorius.

Fyrir liggur að Suður-Afríkumaðurinn banaði unnustu sinni á heimili þeirra í Pretoria í Suður-Afríku í morgun. Atburðarásin liggur ekki fyrir en meðal annars er talið að Pistorius hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða. Lögreglan í Suður-Afríku hefur þó ekkert staðfest enn sem komið er.

Pistorius hefur öðlast heimsfrægð fyrir afrek sín á frjálsíþróttavellinum. Árið 2008 varð hann fyrsti íþróttamaðurinn til þess að vinna gullverðlaun í 100, 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra.

Suður-afríski hlauparinn, sem hefur verið kallaður "the Blade Runner", notar Cheetah hlaupafætur frá Össuri,

„Meira vil ég ekki segja. Við vitum ekki meira en þið," segir Jón í samtali við blaðamann Vísis.


Tengdar fréttir

Var að undirbúa óvænta Valentínusargjöf

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×