"Þá getum við fagnað almennilega" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2013 13:15 Mæðgurnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. „En gaman að heyra. Þetta eru frábærar fréttir," sagði Björk ánægð með tíðindi dagsins. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra staðfesti við fréttastofu fyrr í dag að dómnum yrði ekki áfrýjað. Þá þyrfti að taka þyrfti lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar að hans mati. „Þá getum við fagnað almennilega. Þá er þetta fullnaðarsigur," segir Björk. Hún segist hafa haft á bak við eyrað í gær, þegar dómnum var fagnað, að áfrýjun gæti tafið málið í allt að ár til viðbótar. „Ég var einmitt að hugsa hvort það væri ekki fínt ef fullt af fólki færi og skírði dætur sínar Blær svo það væri erfiðara að snúa dóminum við," segir Björk og hlær. Mæðgurnar hafa ekki enn haft tíma til þess að gera sér ferð í Þjóðskrá Íslands og fá nafninu breytt. Í dag er hún skráð Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir en nú er breytingin handan við hornið. Björk segir fjölmarga hafa haft samband við sig enda beri nokkrar stúlkur nafnið Blær hér á landi. Einn hafi spurt Björk hvort niðurstaðan í gær gilti ekki einnig um dóttur sína sem ber millinafnið Blær. „Auðvitað mega allar stelpur núna heita Blær, ekki bara mín," segir Björk greinilega í skýjunum með atburðarásina undanfarin sólarhring. Hún telur a.m.k. níu stelpur bera nafnið Blær sem millinafn í Íslendingabók. Hinar sömu bera millinafnið ekki í Þjóðskrá enda hafi ekki fengist leyfi til þess fyrr en með dómnum í gær. „Þær stelpur hafa haft fyrir því að hringja í Íslendingabók og biðja þau um að breyta þessu. Þannig að þær eru pottþétt fleiri," segir Björk. Hún veit til þess að foreldri stúlku, sem ber millinafnið Blær, hafi haft samband við Þjóðskrá og óskað eftir breytingu á skráningu í kjölfar dómsins. „Þau (starfsfólk Þjóðskrár) vissu ekki hvernig þau áttu að taka á málinu," segir Björk sem ætlar að að sækja starfsmenn Þjóðskrár heim á næstunni og hafa dóminn meðferðis. Aðspurð hvort ekki sé tilefni til þess að hóa í allar stelpur sem beri nafnið Blær og slá upp veislu segir Björk: „Nákvæmlega. Ég var einmitt að hugsa það í morgun. Það væri tilvalið að hittast og fagna saman." Tengdar fréttir "Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26 Dómnum verður ekki áfrýjað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi. 1. febrúar 2013 12:15 Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar. 31. janúar 2013 16:46 Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. „En gaman að heyra. Þetta eru frábærar fréttir," sagði Björk ánægð með tíðindi dagsins. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra staðfesti við fréttastofu fyrr í dag að dómnum yrði ekki áfrýjað. Þá þyrfti að taka þyrfti lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar að hans mati. „Þá getum við fagnað almennilega. Þá er þetta fullnaðarsigur," segir Björk. Hún segist hafa haft á bak við eyrað í gær, þegar dómnum var fagnað, að áfrýjun gæti tafið málið í allt að ár til viðbótar. „Ég var einmitt að hugsa hvort það væri ekki fínt ef fullt af fólki færi og skírði dætur sínar Blær svo það væri erfiðara að snúa dóminum við," segir Björk og hlær. Mæðgurnar hafa ekki enn haft tíma til þess að gera sér ferð í Þjóðskrá Íslands og fá nafninu breytt. Í dag er hún skráð Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir en nú er breytingin handan við hornið. Björk segir fjölmarga hafa haft samband við sig enda beri nokkrar stúlkur nafnið Blær hér á landi. Einn hafi spurt Björk hvort niðurstaðan í gær gilti ekki einnig um dóttur sína sem ber millinafnið Blær. „Auðvitað mega allar stelpur núna heita Blær, ekki bara mín," segir Björk greinilega í skýjunum með atburðarásina undanfarin sólarhring. Hún telur a.m.k. níu stelpur bera nafnið Blær sem millinafn í Íslendingabók. Hinar sömu bera millinafnið ekki í Þjóðskrá enda hafi ekki fengist leyfi til þess fyrr en með dómnum í gær. „Þær stelpur hafa haft fyrir því að hringja í Íslendingabók og biðja þau um að breyta þessu. Þannig að þær eru pottþétt fleiri," segir Björk. Hún veit til þess að foreldri stúlku, sem ber millinafnið Blær, hafi haft samband við Þjóðskrá og óskað eftir breytingu á skráningu í kjölfar dómsins. „Þau (starfsfólk Þjóðskrár) vissu ekki hvernig þau áttu að taka á málinu," segir Björk sem ætlar að að sækja starfsmenn Þjóðskrár heim á næstunni og hafa dóminn meðferðis. Aðspurð hvort ekki sé tilefni til þess að hóa í allar stelpur sem beri nafnið Blær og slá upp veislu segir Björk: „Nákvæmlega. Ég var einmitt að hugsa það í morgun. Það væri tilvalið að hittast og fagna saman."
Tengdar fréttir "Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26 Dómnum verður ekki áfrýjað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi. 1. febrúar 2013 12:15 Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar. 31. janúar 2013 16:46 Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
"Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26
Dómnum verður ekki áfrýjað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi. 1. febrúar 2013 12:15
Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar. 31. janúar 2013 16:46
Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53