Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Gleðidagur Blær faðmar móður sína, Björk Eiðsdóttur, eftir að niðurstaðan lá fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttablaðið/valli Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent