Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Gleðidagur Blær faðmar móður sína, Björk Eiðsdóttur, eftir að niðurstaðan lá fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttablaðið/valli Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira