Innlent

Dómnum verður ekki áfrýjað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi.

Ögmundur staðfesti í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag að málinu yrði ekki áfrýjað.

„Það verður ekki gert," sagði Ögmundur sem telur að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar.

„Við tökum lögin og endurskoðum þau með það meðal annars að leiðarljósi hvort lögin kunni að vera barn síns tíma," segir Ögmundur.

Björk Eiðsdóttir, fór í mál við íslenska ríkið fyrir hönd dóttur sinnar, Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur. Nafn hennar var aldrei samþykkt af íslenskum yfirvöldum þar sem það var talið vera karlmannsnafn. Hefur hún því hingað til verið skráð Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir í þjóðskrá.


Tengdar fréttir

"Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt"

"Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns.

Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar

Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar.

Héraðsdómur heimilar nafnið Blær

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×