SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2013 22:00 „Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, opnuðu Facebook-síðu samtakanna á föstudagskvöldið. Fjórum dögum síðar hefur síðunni verið lokað. Samtökin birtu kveðju til lesenda sinna á síðunni í kvöld fyrir lokun (kveðjuna má sjá neðst í fréttinni). „Þetta var bara svona áhugaverð tilraun. Við höfum verið svolítið milli tannanna á fólki vegna fréttar í Viðskiptablaðinu. Þetta var tilraun til þess að athuga hvort við gætum nálgast netverja á þessum annars frábæra miðli. Vera með umræðuvettvang fyrir hitt og þetta," segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Snæbjörn segist hafa litist ágætlega á blikuna í fyrstu en svo hafi þetta orðið erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að hann sé eini starfsmaður SMÁÍS í fullu starfi og fleiri hundruð manns hafi sótt síðuna heim.Síðasta kveðja SMÁÍS á Facebook, í bili að minnsta kosti.SkjáskotSnæbjörn segir fjölmarga hafa komið með áhugaverð innlegg á síðunni en ekki þurfi marga til þess að gera vettvanginn erfiðan. Lítið hafi farið fyrir umræðum um SMÁÍS og hlutverk samtakanna. Umræður hafi verið á persónulegri nótunum „Hægt og rólega fór þetta að beinast að mér sem persónu. Skemmtilegar athugasemdir um hvort maður væri fífl og fáviti eða hvort maður væri drukkinn. Það býður ekki upp á mjög málefnalega umræðu í kjölfarið," segir Snæbjörn. Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS sem eru félagasamtök Samfélagsins, Senu, Myndforms, 365 Miðla, Rúv og Skjásins. Fyrirtækin standa kostnað af rekstri samtakanna. Snæbjörn telur langt í land að sumir netverjar taki samtökin í sátt. Hann hafi hægt og rólega séð hvernig skýin voru farin að dökkna yfir helgina og í dag. „Þetta varð grófara og grófara," segir Snæbjörn en með stofnun Facebook-síðunnar var meiningin að rétta fram hönd til þess að fá frekari samræður um SMÁÍS og starfsemi þess. Til þess að geta staðið vaktina í umræðunum á Facebook þyrfti að ráða fleiri til vinnu hjá samtökunum. „Það er lágmark að það verði tveir starfsmenn til að hægt verði að fara í það verkefni," segir Snæbjörn og hlær. Honum leist greinilega ekki á blikuna eftir því sem umræðunum fjölgaði. „Satt að segja eftir að hafa opnað á föstudagskvöldið var ég farinn að horfa á það að geta lagst í rekkju áhyggjulaus. Að vera ekki í stöðugri hættu um hvað sé verið að setja inn á einhvern vegg á Facebook." Kveðja Smáís til Facebook-notenda í kvöldKæru netverjarÞví miður þá sýnist mér þessi tilraun okkar til að vera inná Facebook ekki vera að ganga að svo stöddu. Hér eru of margir sem aðeins vilja reyna að koma höggi á okkur frekar en eiga í samskiptum og deila skoðunum með okkur.Við viljum samt þakka öllum fyrir innlitið og þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga á að skiptast á skoðunum. Það er greinilegt að SMÁÍS á sinn stað í hjarta margra netverja og með ólíkindum að sjá hvað mörg innlit hafa komið á þeim stutta tíma sem þessi tilraun hefur staðið yfir.Það er alls ekki það að við óttumst umræðu eða að takast á, en það er greinilegt að við þurfum að ráða starfsfólk á vöktum til að geta sinnt þessu verkefni vel. Það er áhugavert hvað sumum frelsisboðurum finnst aðeins að sumar raddir eiga heima inná Facebook en það kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi tilraun var þó ekki til einskis og við lærðum heilmargt sem þarf að huga að áður en við reynum aftur ;)kveðja,Snæbjörn Steingrímsson Tengdar fréttir SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
„Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, opnuðu Facebook-síðu samtakanna á föstudagskvöldið. Fjórum dögum síðar hefur síðunni verið lokað. Samtökin birtu kveðju til lesenda sinna á síðunni í kvöld fyrir lokun (kveðjuna má sjá neðst í fréttinni). „Þetta var bara svona áhugaverð tilraun. Við höfum verið svolítið milli tannanna á fólki vegna fréttar í Viðskiptablaðinu. Þetta var tilraun til þess að athuga hvort við gætum nálgast netverja á þessum annars frábæra miðli. Vera með umræðuvettvang fyrir hitt og þetta," segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Snæbjörn segist hafa litist ágætlega á blikuna í fyrstu en svo hafi þetta orðið erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að hann sé eini starfsmaður SMÁÍS í fullu starfi og fleiri hundruð manns hafi sótt síðuna heim.Síðasta kveðja SMÁÍS á Facebook, í bili að minnsta kosti.SkjáskotSnæbjörn segir fjölmarga hafa komið með áhugaverð innlegg á síðunni en ekki þurfi marga til þess að gera vettvanginn erfiðan. Lítið hafi farið fyrir umræðum um SMÁÍS og hlutverk samtakanna. Umræður hafi verið á persónulegri nótunum „Hægt og rólega fór þetta að beinast að mér sem persónu. Skemmtilegar athugasemdir um hvort maður væri fífl og fáviti eða hvort maður væri drukkinn. Það býður ekki upp á mjög málefnalega umræðu í kjölfarið," segir Snæbjörn. Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS sem eru félagasamtök Samfélagsins, Senu, Myndforms, 365 Miðla, Rúv og Skjásins. Fyrirtækin standa kostnað af rekstri samtakanna. Snæbjörn telur langt í land að sumir netverjar taki samtökin í sátt. Hann hafi hægt og rólega séð hvernig skýin voru farin að dökkna yfir helgina og í dag. „Þetta varð grófara og grófara," segir Snæbjörn en með stofnun Facebook-síðunnar var meiningin að rétta fram hönd til þess að fá frekari samræður um SMÁÍS og starfsemi þess. Til þess að geta staðið vaktina í umræðunum á Facebook þyrfti að ráða fleiri til vinnu hjá samtökunum. „Það er lágmark að það verði tveir starfsmenn til að hægt verði að fara í það verkefni," segir Snæbjörn og hlær. Honum leist greinilega ekki á blikuna eftir því sem umræðunum fjölgaði. „Satt að segja eftir að hafa opnað á föstudagskvöldið var ég farinn að horfa á það að geta lagst í rekkju áhyggjulaus. Að vera ekki í stöðugri hættu um hvað sé verið að setja inn á einhvern vegg á Facebook." Kveðja Smáís til Facebook-notenda í kvöldKæru netverjarÞví miður þá sýnist mér þessi tilraun okkar til að vera inná Facebook ekki vera að ganga að svo stöddu. Hér eru of margir sem aðeins vilja reyna að koma höggi á okkur frekar en eiga í samskiptum og deila skoðunum með okkur.Við viljum samt þakka öllum fyrir innlitið og þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga á að skiptast á skoðunum. Það er greinilegt að SMÁÍS á sinn stað í hjarta margra netverja og með ólíkindum að sjá hvað mörg innlit hafa komið á þeim stutta tíma sem þessi tilraun hefur staðið yfir.Það er alls ekki það að við óttumst umræðu eða að takast á, en það er greinilegt að við þurfum að ráða starfsfólk á vöktum til að geta sinnt þessu verkefni vel. Það er áhugavert hvað sumum frelsisboðurum finnst aðeins að sumar raddir eiga heima inná Facebook en það kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi tilraun var þó ekki til einskis og við lærðum heilmargt sem þarf að huga að áður en við reynum aftur ;)kveðja,Snæbjörn Steingrímsson
Tengdar fréttir SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels