SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2013 22:00 „Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, opnuðu Facebook-síðu samtakanna á föstudagskvöldið. Fjórum dögum síðar hefur síðunni verið lokað. Samtökin birtu kveðju til lesenda sinna á síðunni í kvöld fyrir lokun (kveðjuna má sjá neðst í fréttinni). „Þetta var bara svona áhugaverð tilraun. Við höfum verið svolítið milli tannanna á fólki vegna fréttar í Viðskiptablaðinu. Þetta var tilraun til þess að athuga hvort við gætum nálgast netverja á þessum annars frábæra miðli. Vera með umræðuvettvang fyrir hitt og þetta," segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Snæbjörn segist hafa litist ágætlega á blikuna í fyrstu en svo hafi þetta orðið erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að hann sé eini starfsmaður SMÁÍS í fullu starfi og fleiri hundruð manns hafi sótt síðuna heim.Síðasta kveðja SMÁÍS á Facebook, í bili að minnsta kosti.SkjáskotSnæbjörn segir fjölmarga hafa komið með áhugaverð innlegg á síðunni en ekki þurfi marga til þess að gera vettvanginn erfiðan. Lítið hafi farið fyrir umræðum um SMÁÍS og hlutverk samtakanna. Umræður hafi verið á persónulegri nótunum „Hægt og rólega fór þetta að beinast að mér sem persónu. Skemmtilegar athugasemdir um hvort maður væri fífl og fáviti eða hvort maður væri drukkinn. Það býður ekki upp á mjög málefnalega umræðu í kjölfarið," segir Snæbjörn. Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS sem eru félagasamtök Samfélagsins, Senu, Myndforms, 365 Miðla, Rúv og Skjásins. Fyrirtækin standa kostnað af rekstri samtakanna. Snæbjörn telur langt í land að sumir netverjar taki samtökin í sátt. Hann hafi hægt og rólega séð hvernig skýin voru farin að dökkna yfir helgina og í dag. „Þetta varð grófara og grófara," segir Snæbjörn en með stofnun Facebook-síðunnar var meiningin að rétta fram hönd til þess að fá frekari samræður um SMÁÍS og starfsemi þess. Til þess að geta staðið vaktina í umræðunum á Facebook þyrfti að ráða fleiri til vinnu hjá samtökunum. „Það er lágmark að það verði tveir starfsmenn til að hægt verði að fara í það verkefni," segir Snæbjörn og hlær. Honum leist greinilega ekki á blikuna eftir því sem umræðunum fjölgaði. „Satt að segja eftir að hafa opnað á föstudagskvöldið var ég farinn að horfa á það að geta lagst í rekkju áhyggjulaus. Að vera ekki í stöðugri hættu um hvað sé verið að setja inn á einhvern vegg á Facebook." Kveðja Smáís til Facebook-notenda í kvöldKæru netverjarÞví miður þá sýnist mér þessi tilraun okkar til að vera inná Facebook ekki vera að ganga að svo stöddu. Hér eru of margir sem aðeins vilja reyna að koma höggi á okkur frekar en eiga í samskiptum og deila skoðunum með okkur.Við viljum samt þakka öllum fyrir innlitið og þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga á að skiptast á skoðunum. Það er greinilegt að SMÁÍS á sinn stað í hjarta margra netverja og með ólíkindum að sjá hvað mörg innlit hafa komið á þeim stutta tíma sem þessi tilraun hefur staðið yfir.Það er alls ekki það að við óttumst umræðu eða að takast á, en það er greinilegt að við þurfum að ráða starfsfólk á vöktum til að geta sinnt þessu verkefni vel. Það er áhugavert hvað sumum frelsisboðurum finnst aðeins að sumar raddir eiga heima inná Facebook en það kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi tilraun var þó ekki til einskis og við lærðum heilmargt sem þarf að huga að áður en við reynum aftur ;)kveðja,Snæbjörn Steingrímsson Tengdar fréttir SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, opnuðu Facebook-síðu samtakanna á föstudagskvöldið. Fjórum dögum síðar hefur síðunni verið lokað. Samtökin birtu kveðju til lesenda sinna á síðunni í kvöld fyrir lokun (kveðjuna má sjá neðst í fréttinni). „Þetta var bara svona áhugaverð tilraun. Við höfum verið svolítið milli tannanna á fólki vegna fréttar í Viðskiptablaðinu. Þetta var tilraun til þess að athuga hvort við gætum nálgast netverja á þessum annars frábæra miðli. Vera með umræðuvettvang fyrir hitt og þetta," segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Snæbjörn segist hafa litist ágætlega á blikuna í fyrstu en svo hafi þetta orðið erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að hann sé eini starfsmaður SMÁÍS í fullu starfi og fleiri hundruð manns hafi sótt síðuna heim.Síðasta kveðja SMÁÍS á Facebook, í bili að minnsta kosti.SkjáskotSnæbjörn segir fjölmarga hafa komið með áhugaverð innlegg á síðunni en ekki þurfi marga til þess að gera vettvanginn erfiðan. Lítið hafi farið fyrir umræðum um SMÁÍS og hlutverk samtakanna. Umræður hafi verið á persónulegri nótunum „Hægt og rólega fór þetta að beinast að mér sem persónu. Skemmtilegar athugasemdir um hvort maður væri fífl og fáviti eða hvort maður væri drukkinn. Það býður ekki upp á mjög málefnalega umræðu í kjölfarið," segir Snæbjörn. Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS sem eru félagasamtök Samfélagsins, Senu, Myndforms, 365 Miðla, Rúv og Skjásins. Fyrirtækin standa kostnað af rekstri samtakanna. Snæbjörn telur langt í land að sumir netverjar taki samtökin í sátt. Hann hafi hægt og rólega séð hvernig skýin voru farin að dökkna yfir helgina og í dag. „Þetta varð grófara og grófara," segir Snæbjörn en með stofnun Facebook-síðunnar var meiningin að rétta fram hönd til þess að fá frekari samræður um SMÁÍS og starfsemi þess. Til þess að geta staðið vaktina í umræðunum á Facebook þyrfti að ráða fleiri til vinnu hjá samtökunum. „Það er lágmark að það verði tveir starfsmenn til að hægt verði að fara í það verkefni," segir Snæbjörn og hlær. Honum leist greinilega ekki á blikuna eftir því sem umræðunum fjölgaði. „Satt að segja eftir að hafa opnað á föstudagskvöldið var ég farinn að horfa á það að geta lagst í rekkju áhyggjulaus. Að vera ekki í stöðugri hættu um hvað sé verið að setja inn á einhvern vegg á Facebook." Kveðja Smáís til Facebook-notenda í kvöldKæru netverjarÞví miður þá sýnist mér þessi tilraun okkar til að vera inná Facebook ekki vera að ganga að svo stöddu. Hér eru of margir sem aðeins vilja reyna að koma höggi á okkur frekar en eiga í samskiptum og deila skoðunum með okkur.Við viljum samt þakka öllum fyrir innlitið og þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga á að skiptast á skoðunum. Það er greinilegt að SMÁÍS á sinn stað í hjarta margra netverja og með ólíkindum að sjá hvað mörg innlit hafa komið á þeim stutta tíma sem þessi tilraun hefur staðið yfir.Það er alls ekki það að við óttumst umræðu eða að takast á, en það er greinilegt að við þurfum að ráða starfsfólk á vöktum til að geta sinnt þessu verkefni vel. Það er áhugavert hvað sumum frelsisboðurum finnst aðeins að sumar raddir eiga heima inná Facebook en það kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi tilraun var þó ekki til einskis og við lærðum heilmargt sem þarf að huga að áður en við reynum aftur ;)kveðja,Snæbjörn Steingrímsson
Tengdar fréttir SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09