SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2013 22:00 „Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, opnuðu Facebook-síðu samtakanna á föstudagskvöldið. Fjórum dögum síðar hefur síðunni verið lokað. Samtökin birtu kveðju til lesenda sinna á síðunni í kvöld fyrir lokun (kveðjuna má sjá neðst í fréttinni). „Þetta var bara svona áhugaverð tilraun. Við höfum verið svolítið milli tannanna á fólki vegna fréttar í Viðskiptablaðinu. Þetta var tilraun til þess að athuga hvort við gætum nálgast netverja á þessum annars frábæra miðli. Vera með umræðuvettvang fyrir hitt og þetta," segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Snæbjörn segist hafa litist ágætlega á blikuna í fyrstu en svo hafi þetta orðið erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að hann sé eini starfsmaður SMÁÍS í fullu starfi og fleiri hundruð manns hafi sótt síðuna heim.Síðasta kveðja SMÁÍS á Facebook, í bili að minnsta kosti.SkjáskotSnæbjörn segir fjölmarga hafa komið með áhugaverð innlegg á síðunni en ekki þurfi marga til þess að gera vettvanginn erfiðan. Lítið hafi farið fyrir umræðum um SMÁÍS og hlutverk samtakanna. Umræður hafi verið á persónulegri nótunum „Hægt og rólega fór þetta að beinast að mér sem persónu. Skemmtilegar athugasemdir um hvort maður væri fífl og fáviti eða hvort maður væri drukkinn. Það býður ekki upp á mjög málefnalega umræðu í kjölfarið," segir Snæbjörn. Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS sem eru félagasamtök Samfélagsins, Senu, Myndforms, 365 Miðla, Rúv og Skjásins. Fyrirtækin standa kostnað af rekstri samtakanna. Snæbjörn telur langt í land að sumir netverjar taki samtökin í sátt. Hann hafi hægt og rólega séð hvernig skýin voru farin að dökkna yfir helgina og í dag. „Þetta varð grófara og grófara," segir Snæbjörn en með stofnun Facebook-síðunnar var meiningin að rétta fram hönd til þess að fá frekari samræður um SMÁÍS og starfsemi þess. Til þess að geta staðið vaktina í umræðunum á Facebook þyrfti að ráða fleiri til vinnu hjá samtökunum. „Það er lágmark að það verði tveir starfsmenn til að hægt verði að fara í það verkefni," segir Snæbjörn og hlær. Honum leist greinilega ekki á blikuna eftir því sem umræðunum fjölgaði. „Satt að segja eftir að hafa opnað á föstudagskvöldið var ég farinn að horfa á það að geta lagst í rekkju áhyggjulaus. Að vera ekki í stöðugri hættu um hvað sé verið að setja inn á einhvern vegg á Facebook." Kveðja Smáís til Facebook-notenda í kvöldKæru netverjarÞví miður þá sýnist mér þessi tilraun okkar til að vera inná Facebook ekki vera að ganga að svo stöddu. Hér eru of margir sem aðeins vilja reyna að koma höggi á okkur frekar en eiga í samskiptum og deila skoðunum með okkur.Við viljum samt þakka öllum fyrir innlitið og þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga á að skiptast á skoðunum. Það er greinilegt að SMÁÍS á sinn stað í hjarta margra netverja og með ólíkindum að sjá hvað mörg innlit hafa komið á þeim stutta tíma sem þessi tilraun hefur staðið yfir.Það er alls ekki það að við óttumst umræðu eða að takast á, en það er greinilegt að við þurfum að ráða starfsfólk á vöktum til að geta sinnt þessu verkefni vel. Það er áhugavert hvað sumum frelsisboðurum finnst aðeins að sumar raddir eiga heima inná Facebook en það kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi tilraun var þó ekki til einskis og við lærðum heilmargt sem þarf að huga að áður en við reynum aftur ;)kveðja,Snæbjörn Steingrímsson Tengdar fréttir SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
„Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, opnuðu Facebook-síðu samtakanna á föstudagskvöldið. Fjórum dögum síðar hefur síðunni verið lokað. Samtökin birtu kveðju til lesenda sinna á síðunni í kvöld fyrir lokun (kveðjuna má sjá neðst í fréttinni). „Þetta var bara svona áhugaverð tilraun. Við höfum verið svolítið milli tannanna á fólki vegna fréttar í Viðskiptablaðinu. Þetta var tilraun til þess að athuga hvort við gætum nálgast netverja á þessum annars frábæra miðli. Vera með umræðuvettvang fyrir hitt og þetta," segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Snæbjörn segist hafa litist ágætlega á blikuna í fyrstu en svo hafi þetta orðið erfitt. Sérstaklega í ljósi þess að hann sé eini starfsmaður SMÁÍS í fullu starfi og fleiri hundruð manns hafi sótt síðuna heim.Síðasta kveðja SMÁÍS á Facebook, í bili að minnsta kosti.SkjáskotSnæbjörn segir fjölmarga hafa komið með áhugaverð innlegg á síðunni en ekki þurfi marga til þess að gera vettvanginn erfiðan. Lítið hafi farið fyrir umræðum um SMÁÍS og hlutverk samtakanna. Umræður hafi verið á persónulegri nótunum „Hægt og rólega fór þetta að beinast að mér sem persónu. Skemmtilegar athugasemdir um hvort maður væri fífl og fáviti eða hvort maður væri drukkinn. Það býður ekki upp á mjög málefnalega umræðu í kjölfarið," segir Snæbjörn. Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS sem eru félagasamtök Samfélagsins, Senu, Myndforms, 365 Miðla, Rúv og Skjásins. Fyrirtækin standa kostnað af rekstri samtakanna. Snæbjörn telur langt í land að sumir netverjar taki samtökin í sátt. Hann hafi hægt og rólega séð hvernig skýin voru farin að dökkna yfir helgina og í dag. „Þetta varð grófara og grófara," segir Snæbjörn en með stofnun Facebook-síðunnar var meiningin að rétta fram hönd til þess að fá frekari samræður um SMÁÍS og starfsemi þess. Til þess að geta staðið vaktina í umræðunum á Facebook þyrfti að ráða fleiri til vinnu hjá samtökunum. „Það er lágmark að það verði tveir starfsmenn til að hægt verði að fara í það verkefni," segir Snæbjörn og hlær. Honum leist greinilega ekki á blikuna eftir því sem umræðunum fjölgaði. „Satt að segja eftir að hafa opnað á föstudagskvöldið var ég farinn að horfa á það að geta lagst í rekkju áhyggjulaus. Að vera ekki í stöðugri hættu um hvað sé verið að setja inn á einhvern vegg á Facebook." Kveðja Smáís til Facebook-notenda í kvöldKæru netverjarÞví miður þá sýnist mér þessi tilraun okkar til að vera inná Facebook ekki vera að ganga að svo stöddu. Hér eru of margir sem aðeins vilja reyna að koma höggi á okkur frekar en eiga í samskiptum og deila skoðunum með okkur.Við viljum samt þakka öllum fyrir innlitið og þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga á að skiptast á skoðunum. Það er greinilegt að SMÁÍS á sinn stað í hjarta margra netverja og með ólíkindum að sjá hvað mörg innlit hafa komið á þeim stutta tíma sem þessi tilraun hefur staðið yfir.Það er alls ekki það að við óttumst umræðu eða að takast á, en það er greinilegt að við þurfum að ráða starfsfólk á vöktum til að geta sinnt þessu verkefni vel. Það er áhugavert hvað sumum frelsisboðurum finnst aðeins að sumar raddir eiga heima inná Facebook en það kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi tilraun var þó ekki til einskis og við lærðum heilmargt sem þarf að huga að áður en við reynum aftur ;)kveðja,Snæbjörn Steingrímsson
Tengdar fréttir SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi. 31. janúar 2013 14:09