Íbúafundurinn: „Þið eruð hyski!“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 13:28 Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona." Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona."
Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44
Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03