Innlent

Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð

Vilborg við upphaf ferðar.
Vilborg við upphaf ferðar.
Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku.

Hópurinn fékk veglegar móttökur þegar þau komu í tjaldbúðirnar og beið þeirra hátíðarkvöldverður og kampavín.

Veðrið á suðurpólnum hefur verið slæmt og voru göngugarparnir mjög heppnir að komast þaðan í gær því annars hefðu þau jafnvel getað orðið veðurteppt í einhverja daga segir á lifsspor.is, vefsíðu Vilborgar.

Hún bíður þess nú að komast með næsta flugi til Chile en von er á henni til landsins eftir um viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.