Erlent

Þingkosningar í Ísrael í dag

Þingkosningar verða haldnar í Ísraal í dag en fastlega er búist við því að Benjamin Netanjahu forsætiráðherra landsins haldi völdum að þeim loknum.

Likud flokkur hans muni fá 32 af 120 þingsætum sem eru í boði. Verkamannaflokkurinn yrði næststærstur með 17 þingmenn samkvæmt nýjustu skoðananakönnunum.

Mikið kraðak af smáflokkum er á þinginu í Ísrael þar sem landið er allt eitt kjördæmi og aðeins þarf 2% fylgi til að koma manni á þing. Alls bjóða 34 flokkar fram í þessum kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×