Snorri í Betel vill á þing 12. janúar 2013 16:40 „Já, ég gekk í Kristilega flokkinn," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi." Það var Akureyri Vikublað sem greindi frá því í gær að Snorri hefði gengið til liðs við flokkinn, sem mun bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar. Á vefsíðu þeirra kemur fram að stjórnmálasamtökin vilji „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvegi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristins siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna." „Hin Kristnu gildi hafa verið á undanhaldi," segir Snorri. „Biblían er ekki mikið notuð sem bók leiðsagnar eða hjálpar. Tilfellið er að í gegnum söguna þá hafa kristin sjónarmið verið grunnur að þessari löggjöf okkar." Snorri er umdeildur maður. Á dögunum var hann rekinn úr starfi sínu við Brekkuskóla og um árabil hafa skoðanir hans á samkynhneigð vakið hörð viðbrögð. Snorri óttast þó ekki þetta muni hafa neikvæð áhrif á framboð hans eða störf Kristilega flokksins. „Ég átta mig alveg á því að sumir telji þetta ekki vera heppilegt. En þá er spurningin á móti: Vilja menn eingöngu fá skoðanalausa aðila á þing? Eigum við að vera viljalaus verkfæri? Staðreyndin er sú að það eru þrýstihópar í þjóðfélagi okkar. Eiga stjórnmálaflokkar að vera handbendi þessa þrýstihópa? Ég segi nei." „Við viljum ekki setja einhvers konar sharia-lög hér á landi," segir Snorri og bætir við: „Við eigum að gæta þess að leggja grunnreglur samfélagsins og gæta þess að það sé eðlilegt réttlæti og samhengi hér á landi. Að einstaklingarnir okkar, sama hvort að maðurinn er ríkur eða fátækur, að þeir standi jafnfætis gagnvart réttindum." Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
„Já, ég gekk í Kristilega flokkinn," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi." Það var Akureyri Vikublað sem greindi frá því í gær að Snorri hefði gengið til liðs við flokkinn, sem mun bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar. Á vefsíðu þeirra kemur fram að stjórnmálasamtökin vilji „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvegi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristins siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna." „Hin Kristnu gildi hafa verið á undanhaldi," segir Snorri. „Biblían er ekki mikið notuð sem bók leiðsagnar eða hjálpar. Tilfellið er að í gegnum söguna þá hafa kristin sjónarmið verið grunnur að þessari löggjöf okkar." Snorri er umdeildur maður. Á dögunum var hann rekinn úr starfi sínu við Brekkuskóla og um árabil hafa skoðanir hans á samkynhneigð vakið hörð viðbrögð. Snorri óttast þó ekki þetta muni hafa neikvæð áhrif á framboð hans eða störf Kristilega flokksins. „Ég átta mig alveg á því að sumir telji þetta ekki vera heppilegt. En þá er spurningin á móti: Vilja menn eingöngu fá skoðanalausa aðila á þing? Eigum við að vera viljalaus verkfæri? Staðreyndin er sú að það eru þrýstihópar í þjóðfélagi okkar. Eiga stjórnmálaflokkar að vera handbendi þessa þrýstihópa? Ég segi nei." „Við viljum ekki setja einhvers konar sharia-lög hér á landi," segir Snorri og bætir við: „Við eigum að gæta þess að leggja grunnreglur samfélagsins og gæta þess að það sé eðlilegt réttlæti og samhengi hér á landi. Að einstaklingarnir okkar, sama hvort að maðurinn er ríkur eða fátækur, að þeir standi jafnfætis gagnvart réttindum."
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira