Enski boltinn

Platt: Megum ekki hugsa of mikið um Man. Utd

Leikmenn City fagna í dag.
Leikmenn City fagna í dag.
Man. City minnkaði forskot Man. Utd á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig í dag er liðið vann fínan 2-0 sigur á Fulham.

"Eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki. Við eigum 15 leiki eftir en Man. Udt 16 og bæði lið eiga klárlega eftir að tapa stigum í þessum leikjum," sagði David Platt, aðstoðarstjóri City.

"Við megum ekki misstíga okkur því við verðum að nýta tækifærið ef United misstígur sig. Við megum samt ekki hugsa of mikið um United. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×