Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Sara McMahon skrifar 16. apríl 2013 07:00 EAndres Sehr, talsmaður Spotify, segir ánægjulegt að þjónusta Spotify sé nú aðgengileg Íslendingum. Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. Áður en Spotify heldur innreið sína inn á nýjan markað þurfa aðstandendur veitunnar að semja við útgáfufyrirtæki og fagaðila í viðkomandi landi og fá þannig aðgang að þeirri tónlist sem fyrirtækin gefa út. Notendur streyma svo tónlistinni beint af Spotify í stað þess að hala henni ólöglega niður, segir Andres Sehr, talsmaður Spotify. „Til að geta hafið starfsemi í nýju landi þarf að ganga frá samningum við útgáfufélög og fagfélög vegna stefgjalda. Þetta þarf að gera í hverju landi fyrir sig og krefst mikillar vinnu. Við leggjum mikinn metnað í að stækka lagasafn okkar þannig að notendur hafi aðgang að hvers kyns tónlistarstefnum. Frá og með deginum í dag mun fólk til dæmis hafa aukinn aðgang að íslenskri tónlist,“ segir Sehr. Daniel Ek og Martin Lorentzon, stofnendur Spotify, fengu hugmyndina að fyrirtækinu árið 2006. Þeir vildu skapa tónlistarveitu sem væri bæði hlustendum og tónlistariðnaðinum til góða. „Daniel var mjög hrifinn af vefsíðum á borð við Napster en vildi finna leið sem gæti leyst þann vanda sem fylgir ólöglegu niðurhali.“ Sjö árum síðar eru um 24 milljónir manna virkir notendur Spotify og er hægt að hlusta á yfir tuttugu milljón lög. Daglega bætast um tuttugu þúsund nýir titlar í safn tónlistarveitunnar. Þjónusta Spotify er þegar aðgengileg tónlistarunnendum í 28 löndum víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Sehr segir að aðstandendum tónlistarveitunnar hafi þótt eðlilegt að Íslendingar yrðu næstir til að bætast í hinn ört stækkandi notendahóp. „Ísland er kannski ekki stór markaður en Spotify er þegar aðgengilegt í Skandinavíu og því þótti eðlilegt að koma hingað næst frekar en að leita á aðra markaði. Hér er líka sterk tónlistarsaga og mikið um efnilegt tónlistarfólk og það er ánægjulegt að geta veitt notendum okkar aðgang að íslenskri tónlist núna.“ Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. Áður en Spotify heldur innreið sína inn á nýjan markað þurfa aðstandendur veitunnar að semja við útgáfufyrirtæki og fagaðila í viðkomandi landi og fá þannig aðgang að þeirri tónlist sem fyrirtækin gefa út. Notendur streyma svo tónlistinni beint af Spotify í stað þess að hala henni ólöglega niður, segir Andres Sehr, talsmaður Spotify. „Til að geta hafið starfsemi í nýju landi þarf að ganga frá samningum við útgáfufélög og fagfélög vegna stefgjalda. Þetta þarf að gera í hverju landi fyrir sig og krefst mikillar vinnu. Við leggjum mikinn metnað í að stækka lagasafn okkar þannig að notendur hafi aðgang að hvers kyns tónlistarstefnum. Frá og með deginum í dag mun fólk til dæmis hafa aukinn aðgang að íslenskri tónlist,“ segir Sehr. Daniel Ek og Martin Lorentzon, stofnendur Spotify, fengu hugmyndina að fyrirtækinu árið 2006. Þeir vildu skapa tónlistarveitu sem væri bæði hlustendum og tónlistariðnaðinum til góða. „Daniel var mjög hrifinn af vefsíðum á borð við Napster en vildi finna leið sem gæti leyst þann vanda sem fylgir ólöglegu niðurhali.“ Sjö árum síðar eru um 24 milljónir manna virkir notendur Spotify og er hægt að hlusta á yfir tuttugu milljón lög. Daglega bætast um tuttugu þúsund nýir titlar í safn tónlistarveitunnar. Þjónusta Spotify er þegar aðgengileg tónlistarunnendum í 28 löndum víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Sehr segir að aðstandendum tónlistarveitunnar hafi þótt eðlilegt að Íslendingar yrðu næstir til að bætast í hinn ört stækkandi notendahóp. „Ísland er kannski ekki stór markaður en Spotify er þegar aðgengilegt í Skandinavíu og því þótti eðlilegt að koma hingað næst frekar en að leita á aðra markaði. Hér er líka sterk tónlistarsaga og mikið um efnilegt tónlistarfólk og það er ánægjulegt að geta veitt notendum okkar aðgang að íslenskri tónlist núna.“
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira