IPA-styrkir settir á ís - Ætlast til þess að viðtökuland stefni að inngöngu Þorgils Jónsson skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Ekki verða undirritaðir fleiri samningar um styrki frá ESB vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu. „Það sem liggur fyrir er að framkvæmdastjórnin ætlar ekki að setja af stað fleiri verkefni,“ segir Kristján Andri Stefánsson sendiherra í samtali við Fréttablaðið, en hann er landstengiliður fyrir Ísland varðandi málefni tengd IPA. „En við höldum hins vegar áfram að ræða við sambandið um þau verkefni sem hafin eru.“ Þau verkefni sem byrjað er á eru þau sem voru á fyrstu landsáætlun af þremur og nema um 1,8 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu viðræðurnar við ESB um framhald þeirra fara fram í seinni hluta næsta mánaðar. Verkefnin sem ekki verður samið um voru á landsáætlun fyrir 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lágu fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. Hvað eru IPA-styrkir? IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Verkefni ársins 2011 voru umsamin að upphæð 1,8 milljarðar króna og flest hafin. Ekki stendur til að hætta við þau, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð, jafnvel þótt hætt verði alfarið við aðildarumsókn Íslands Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ekki verða undirritaðir fleiri samningar um styrki frá ESB vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu. „Það sem liggur fyrir er að framkvæmdastjórnin ætlar ekki að setja af stað fleiri verkefni,“ segir Kristján Andri Stefánsson sendiherra í samtali við Fréttablaðið, en hann er landstengiliður fyrir Ísland varðandi málefni tengd IPA. „En við höldum hins vegar áfram að ræða við sambandið um þau verkefni sem hafin eru.“ Þau verkefni sem byrjað er á eru þau sem voru á fyrstu landsáætlun af þremur og nema um 1,8 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu viðræðurnar við ESB um framhald þeirra fara fram í seinni hluta næsta mánaðar. Verkefnin sem ekki verður samið um voru á landsáætlun fyrir 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lágu fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. Hvað eru IPA-styrkir? IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Verkefni ársins 2011 voru umsamin að upphæð 1,8 milljarðar króna og flest hafin. Ekki stendur til að hætta við þau, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð, jafnvel þótt hætt verði alfarið við aðildarumsókn Íslands
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels