Fyrsta samkynhneigða parið sem ættleiðir barn Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. júní 2013 07:30 Sindri Sindrason hefur ásamt eiginmanni sínum ættleitt litla stúlku, Emilíu Katrínu. Mynd/GVA „Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006. Emilía Katrín, dóttir þeirra, kom til hjónanna í byrjun árs 2012, þá rúmlega þriggja ára. Hún er fjögurra og hálfs árs í dag. Sindri og eiginmaður hans höfðu sótt um að fá fósturbarn hjá barnaverndaryfirvöldum haustið 2011 og fengu samþykki eftir mikla og nákvæma skoðun á högum sínum. „Þetta er strangt kerfi með mjög flottu og faglegu fólki, svo ekki sé talað um nákvæmu,“ segir Sindri. „Það liggur við að það sé skoðað í sokkaskúffuna hjá manni.“ Emilía á íslenska kynmóður og serbneskan kynföður. Sindri segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu móðurinnar, sem býr erlendis. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni. „Við fundum strax að móðirin vildi fyrst og fremst að Emilíu liði vel. Hún elskar hana augljóslega, skilur að hún geti ekki séð um hana og er sátt við umhverfið sem hún er komin í,“ segir hann. „Hún samþykkti ættleiðingu og þess vegna fór þetta svona fljótt í gegn.“ Emilía var búin að dvelja í einn og hálfan mánuð á heimili fyrir fósturbörn þegar hún kom til hjónanna. Hún var þá á eftir í mál- og talþroska, sem og félagslega, en Sindri segir að með markvissri örvun og vinnu hafi hún nú náð jafnöldrum sínum í þroska. „Það er ekki síst starfsfólkinu á leikskólanum Laufásborg að þakka, sem er í alla staði frábært, og við gætum ekki verið ánægðari með Örnu Guðrúnu, Ásdísi og öll hin sem þar starfa,“ segir hann. Spurður hvernig tilfinning það sé að vera meðal allra fyrstu samkynhneigðu paranna á Norðurlöndum til að fá að ættleiða barn segist Sindri aðallega vera hissa á því að fleiri hafi ekki farið í gegnum kerfið. „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir hann. „En sem betur fer ætla stjórnvöld að lögleiða staðgöngumæðrun. Ef þetta hefði ekki gengið hér hefðum við farið til Indlands eða annað til að finna okkur staðgöngumóður. Það er alveg ljóst.“ Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006. Emilía Katrín, dóttir þeirra, kom til hjónanna í byrjun árs 2012, þá rúmlega þriggja ára. Hún er fjögurra og hálfs árs í dag. Sindri og eiginmaður hans höfðu sótt um að fá fósturbarn hjá barnaverndaryfirvöldum haustið 2011 og fengu samþykki eftir mikla og nákvæma skoðun á högum sínum. „Þetta er strangt kerfi með mjög flottu og faglegu fólki, svo ekki sé talað um nákvæmu,“ segir Sindri. „Það liggur við að það sé skoðað í sokkaskúffuna hjá manni.“ Emilía á íslenska kynmóður og serbneskan kynföður. Sindri segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu móðurinnar, sem býr erlendis. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni. „Við fundum strax að móðirin vildi fyrst og fremst að Emilíu liði vel. Hún elskar hana augljóslega, skilur að hún geti ekki séð um hana og er sátt við umhverfið sem hún er komin í,“ segir hann. „Hún samþykkti ættleiðingu og þess vegna fór þetta svona fljótt í gegn.“ Emilía var búin að dvelja í einn og hálfan mánuð á heimili fyrir fósturbörn þegar hún kom til hjónanna. Hún var þá á eftir í mál- og talþroska, sem og félagslega, en Sindri segir að með markvissri örvun og vinnu hafi hún nú náð jafnöldrum sínum í þroska. „Það er ekki síst starfsfólkinu á leikskólanum Laufásborg að þakka, sem er í alla staði frábært, og við gætum ekki verið ánægðari með Örnu Guðrúnu, Ásdísi og öll hin sem þar starfa,“ segir hann. Spurður hvernig tilfinning það sé að vera meðal allra fyrstu samkynhneigðu paranna á Norðurlöndum til að fá að ættleiða barn segist Sindri aðallega vera hissa á því að fleiri hafi ekki farið í gegnum kerfið. „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir hann. „En sem betur fer ætla stjórnvöld að lögleiða staðgöngumæðrun. Ef þetta hefði ekki gengið hér hefðum við farið til Indlands eða annað til að finna okkur staðgöngumóður. Það er alveg ljóst.“
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira