Verjandi segir vændi ekki stundað á Strawberries Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. október 2013 19:48 Lögmaður eiganda kampavísinsklúbbsins Strawberries segir af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hópur lögreglumanna inn á kampavínsklúbbinn Strawberries á föstudagskvöldið til að sannreyna grunsemdir um vændisstarfsemi á staðnum. Rannsóknin beindist aðallega að því sem fram fór í kjallara hússins. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýnir í starfsemi Strawberries en á síðustu misserum hefur lögreglan staðið í svipuðum aðgerðum. Ljóst er að lögreglumönnum varð ágengt aðfaranótt laugardags og árla morguns sama dag hófust umfangsmiklar aðgerðir sem á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í. Fjórir starfsmenn Strawberries voru handteknir ásamt Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries. Þar að auki voru þrír einstaklingar handteknir, grunaðir um kaup á vændi. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni. Lögregla lagði einnig hald á öll gögn úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Starfsmenn og eigandi voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald til áttunda nóvember. Verjandi Viðars Más segir að hann hafni með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því. Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi farið fram á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Málefni kampavínklúbba hafa verið deiglunni undanfarið og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs er einn af þeim sem kallað hafa eftir úttekt á starfsemi staðanna. Hluti af því myndefni sem finna má í meðfylgjandi myndskeiði tengist Strawberries ekki. Nánar tiltekið eru það myndir sem teknar voru innanhúss í kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Lögmaður eiganda kampavísinsklúbbsins Strawberries segir af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hópur lögreglumanna inn á kampavínsklúbbinn Strawberries á föstudagskvöldið til að sannreyna grunsemdir um vændisstarfsemi á staðnum. Rannsóknin beindist aðallega að því sem fram fór í kjallara hússins. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýnir í starfsemi Strawberries en á síðustu misserum hefur lögreglan staðið í svipuðum aðgerðum. Ljóst er að lögreglumönnum varð ágengt aðfaranótt laugardags og árla morguns sama dag hófust umfangsmiklar aðgerðir sem á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í. Fjórir starfsmenn Strawberries voru handteknir ásamt Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries. Þar að auki voru þrír einstaklingar handteknir, grunaðir um kaup á vændi. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni. Lögregla lagði einnig hald á öll gögn úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Starfsmenn og eigandi voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald til áttunda nóvember. Verjandi Viðars Más segir að hann hafni með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því. Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi farið fram á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Málefni kampavínklúbba hafa verið deiglunni undanfarið og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs er einn af þeim sem kallað hafa eftir úttekt á starfsemi staðanna. Hluti af því myndefni sem finna má í meðfylgjandi myndskeiði tengist Strawberries ekki. Nánar tiltekið eru það myndir sem teknar voru innanhúss í kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira