Verjandi segir vændi ekki stundað á Strawberries Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. október 2013 19:48 Lögmaður eiganda kampavísinsklúbbsins Strawberries segir af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hópur lögreglumanna inn á kampavínsklúbbinn Strawberries á föstudagskvöldið til að sannreyna grunsemdir um vændisstarfsemi á staðnum. Rannsóknin beindist aðallega að því sem fram fór í kjallara hússins. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýnir í starfsemi Strawberries en á síðustu misserum hefur lögreglan staðið í svipuðum aðgerðum. Ljóst er að lögreglumönnum varð ágengt aðfaranótt laugardags og árla morguns sama dag hófust umfangsmiklar aðgerðir sem á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í. Fjórir starfsmenn Strawberries voru handteknir ásamt Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries. Þar að auki voru þrír einstaklingar handteknir, grunaðir um kaup á vændi. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni. Lögregla lagði einnig hald á öll gögn úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Starfsmenn og eigandi voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald til áttunda nóvember. Verjandi Viðars Más segir að hann hafni með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því. Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi farið fram á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Málefni kampavínklúbba hafa verið deiglunni undanfarið og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs er einn af þeim sem kallað hafa eftir úttekt á starfsemi staðanna. Hluti af því myndefni sem finna má í meðfylgjandi myndskeiði tengist Strawberries ekki. Nánar tiltekið eru það myndir sem teknar voru innanhúss í kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Lögmaður eiganda kampavísinsklúbbsins Strawberries segir af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hópur lögreglumanna inn á kampavínsklúbbinn Strawberries á föstudagskvöldið til að sannreyna grunsemdir um vændisstarfsemi á staðnum. Rannsóknin beindist aðallega að því sem fram fór í kjallara hússins. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýnir í starfsemi Strawberries en á síðustu misserum hefur lögreglan staðið í svipuðum aðgerðum. Ljóst er að lögreglumönnum varð ágengt aðfaranótt laugardags og árla morguns sama dag hófust umfangsmiklar aðgerðir sem á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í. Fjórir starfsmenn Strawberries voru handteknir ásamt Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries. Þar að auki voru þrír einstaklingar handteknir, grunaðir um kaup á vændi. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni. Lögregla lagði einnig hald á öll gögn úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Starfsmenn og eigandi voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald til áttunda nóvember. Verjandi Viðars Más segir að hann hafni með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því. Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi farið fram á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Málefni kampavínklúbba hafa verið deiglunni undanfarið og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs er einn af þeim sem kallað hafa eftir úttekt á starfsemi staðanna. Hluti af því myndefni sem finna má í meðfylgjandi myndskeiði tengist Strawberries ekki. Nánar tiltekið eru það myndir sem teknar voru innanhúss í kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira