Bera mörg merki mansals María Lilja Þrastardóttir skrifar 19. júlí 2013 07:00 Vip club í Austurstræti. Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampavínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starfsemin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera einkenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins.Fréttablaðið fjallaði um starfsemi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Konurnar höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins.Steinunn Gyða- og Guðjónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.„Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greinilega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektardansi tók gildi árið 2010 tóku kampavínsklúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rannsókn lögreglu á starfsemi staðanna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki þetta sérstaklega,“ segir Siv."Klárt vændi"Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. "Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lögreglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi," sagði Björk. Stefán Eiríksson lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sérstaklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlutverk lögreglu að rannsaka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum málaflokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampavínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starfsemin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera einkenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins.Fréttablaðið fjallaði um starfsemi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Konurnar höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins.Steinunn Gyða- og Guðjónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.„Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greinilega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektardansi tók gildi árið 2010 tóku kampavínsklúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rannsókn lögreglu á starfsemi staðanna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki þetta sérstaklega,“ segir Siv."Klárt vændi"Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. "Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lögreglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi," sagði Björk. Stefán Eiríksson lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sérstaklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlutverk lögreglu að rannsaka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum málaflokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira