Bera mörg merki mansals María Lilja Þrastardóttir skrifar 19. júlí 2013 07:00 Vip club í Austurstræti. Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampavínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starfsemin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera einkenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins.Fréttablaðið fjallaði um starfsemi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Konurnar höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins.Steinunn Gyða- og Guðjónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.„Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greinilega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektardansi tók gildi árið 2010 tóku kampavínsklúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rannsókn lögreglu á starfsemi staðanna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki þetta sérstaklega,“ segir Siv."Klárt vændi"Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. "Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lögreglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi," sagði Björk. Stefán Eiríksson lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sérstaklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlutverk lögreglu að rannsaka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum málaflokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampavínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starfsemin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera einkenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins.Fréttablaðið fjallaði um starfsemi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Konurnar höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins.Steinunn Gyða- og Guðjónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.„Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greinilega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektardansi tók gildi árið 2010 tóku kampavínsklúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rannsókn lögreglu á starfsemi staðanna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki þetta sérstaklega,“ segir Siv."Klárt vændi"Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. "Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lögreglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi," sagði Björk. Stefán Eiríksson lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sérstaklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlutverk lögreglu að rannsaka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum málaflokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira