Bera mörg merki mansals María Lilja Þrastardóttir skrifar 19. júlí 2013 07:00 Vip club í Austurstræti. Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampavínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starfsemin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera einkenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins.Fréttablaðið fjallaði um starfsemi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Konurnar höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins.Steinunn Gyða- og Guðjónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.„Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greinilega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektardansi tók gildi árið 2010 tóku kampavínsklúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rannsókn lögreglu á starfsemi staðanna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki þetta sérstaklega,“ segir Siv."Klárt vændi"Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. "Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lögreglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi," sagði Björk. Stefán Eiríksson lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sérstaklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlutverk lögreglu að rannsaka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum málaflokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampavínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starfsemin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera einkenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins.Fréttablaðið fjallaði um starfsemi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Konurnar höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins.Steinunn Gyða- og Guðjónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.„Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greinilega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektardansi tók gildi árið 2010 tóku kampavínsklúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rannsókn lögreglu á starfsemi staðanna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki þetta sérstaklega,“ segir Siv."Klárt vændi"Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. "Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lögreglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi," sagði Björk. Stefán Eiríksson lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sérstaklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlutverk lögreglu að rannsaka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum málaflokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent