Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Tito Vilanova, knattspyrnustjóri Barcelona sé að láta af störfum vegna veikinda.
Boðað hefur verið til blaðamannafundir í kvöld á Nou Camp og líklega verður þá tilkynnt að Spánverjinn sé hættur með liðið.
Villanova hefur verið að glíma við krabbamein síðan í nóvember 2011 en hann fór í aðgerð í desember síðastliðnum.
Hann hefur verið töluvert frá vegna veikindanna en nú er talið að hann sé alfarið hættur afskiptum af knattspyrnu.
