Segir ummæli um samkynhneigða tekin úr samhengi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júlí 2013 19:52 Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. MYND/GETTY Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum. Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum.
Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
"Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54