Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 11:37 „Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." Þetta segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Grétar Ómarsson, íbúi í Vestamannaeyjum, skrifaði innanríkisráðherra bréf í gær. Þar sagði hann frá því hvernig hann rak unga hettuklædda menn af lóð nágranna síns aðfaranótt þriðjudags. Í símtali sínu til Neyðarlínunnar hafi hann fengið þær upplýsingar að engin lögregla væri á vakt. „Það er allt rétt sem kemur fram í þessu bréfi," segir Pétur. Hann bendir á að þrjú innbrot hafi verið framin undanfarnar vikur í Eyjum. „Við höldum því fram að þau séu öll framin á þessum tíma sem stöðin er lokuð. Þau eru öll óupplýst," segir Pétur. Hann segir lögreglustöðinni vera lokað klukkan þrjú á nóttunni á virkum dögum og sé lokuð til sjö. Um helgar loki stöðin klukkan sex um morguninn en opni aftur klukkan tíu. Þannig loki lögreglustöðin rétt eftir að öldurhúsunum er lokað sem sé skrýtið. „Á góðviðrisdögum á sumrin þá er fullt af fólki í bænum og það fer ekkert heim um leið og pöbbunum er lokað," segir Pétur. Hann bendir á að ef kalla þurfi út lögreglumann taki það lágmark stundarfjórðung fyrir hann að koma sér á fætur, hafa sig til og mæta á vettvang. Hann segist hálfundrandi á því að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki áttað sig á stöðu mála fyrr því svona hafi vaktirnar verið í tæp tvö ár. Á sama tíma hefur lögreglumönnum í Eyjum verið fækkað úr ellefu í átta. „Við erum að missa þrjá menn. Það er verið að skerða öryggi okkar úti á vettvangi," segir Pétur. Hann bætir við að áður hafi verið þrír menn á næturvakt en séu nú tveir. Niðurskurðurinn komi einnig niður á dagvaktinni. „við vorum tveir á dagvöktum en nú bara einn fyrir utan yfirlögregluþjóninn og lögreglufulltrúa sem sinnir rannsóknum. Þetta er örugglega svona víða á landinu," segir Pétur. Tengdar fréttir Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
„Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." Þetta segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Grétar Ómarsson, íbúi í Vestamannaeyjum, skrifaði innanríkisráðherra bréf í gær. Þar sagði hann frá því hvernig hann rak unga hettuklædda menn af lóð nágranna síns aðfaranótt þriðjudags. Í símtali sínu til Neyðarlínunnar hafi hann fengið þær upplýsingar að engin lögregla væri á vakt. „Það er allt rétt sem kemur fram í þessu bréfi," segir Pétur. Hann bendir á að þrjú innbrot hafi verið framin undanfarnar vikur í Eyjum. „Við höldum því fram að þau séu öll framin á þessum tíma sem stöðin er lokuð. Þau eru öll óupplýst," segir Pétur. Hann segir lögreglustöðinni vera lokað klukkan þrjú á nóttunni á virkum dögum og sé lokuð til sjö. Um helgar loki stöðin klukkan sex um morguninn en opni aftur klukkan tíu. Þannig loki lögreglustöðin rétt eftir að öldurhúsunum er lokað sem sé skrýtið. „Á góðviðrisdögum á sumrin þá er fullt af fólki í bænum og það fer ekkert heim um leið og pöbbunum er lokað," segir Pétur. Hann bendir á að ef kalla þurfi út lögreglumann taki það lágmark stundarfjórðung fyrir hann að koma sér á fætur, hafa sig til og mæta á vettvang. Hann segist hálfundrandi á því að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki áttað sig á stöðu mála fyrr því svona hafi vaktirnar verið í tæp tvö ár. Á sama tíma hefur lögreglumönnum í Eyjum verið fækkað úr ellefu í átta. „Við erum að missa þrjá menn. Það er verið að skerða öryggi okkar úti á vettvangi," segir Pétur. Hann bætir við að áður hafi verið þrír menn á næturvakt en séu nú tveir. Niðurskurðurinn komi einnig niður á dagvaktinni. „við vorum tveir á dagvöktum en nú bara einn fyrir utan yfirlögregluþjóninn og lögreglufulltrúa sem sinnir rannsóknum. Þetta er örugglega svona víða á landinu," segir Pétur.
Tengdar fréttir Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12