Fá loksins útskrift af símtalinu fræga: „Vonandi fáum við að vita hvers vegna þetta var gert" 21. febrúar 2013 17:32 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag. Landsdómur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag.
Landsdómur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira