Harrison Ford mun endurtaka hlutverk sitt sem Han Solo úr Stjörnustríðsmyndunum í nýjustu kvikmynd seríunnar. Vefsíðan Latino Review greinir frá.
Þessi sjötugi Íslandsvinur hefur ekki þótt líklegur til að birtast í myndinni, sem verður sú sjöunda í röðinni, enda orðinn tvöfalt eldri nú en þegar hann lék hlutverkið fyrst árið 1977. Því koma þessi tíðindi nokkuð á óvart, og spyrja aðdáendur myndanna sig hvernig hlutverki Ford verði háttað.
Myndin er fyrirhuguð í kvikmyndahús árið 2015 og er það J.J. Abrams sem situr í leikstjórastólnum.
Ford aftur í Stjörnustríð
