Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 14:50 Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða og hefur niðurstaða starfshópsins sem vann að málinu hafa vakið athygli fræðasamfélags á alþjóðavettvangi. Rúmur mánuður er liðinn frá því niðurstaða starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál var gerð opinber með viðamikilli skýrslu. Niðurstaða hópsins var að framburður sakborninginganna sex í málinu fyrir dómi og hjá lögreglu hafi ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta mál einstakt á heimsmælikvarða. „Ég segi þetta út frá minni þekkingu, ég hef unnið að svo mörgum málum víða um heim og mjög frægum málum sem hafa verið talin alvarleg þegar kemur að því hvernig fólk hefur verið yfirheyrt og annað. Þannig að þetta er mjög einstakt mál," segir Gísli. Hann segir málið óvenjulegt sérstaklega út af langri einangrun sem meirihluti sakborninganna þurfti að upplifa en lengsta einangrunin stóð yfir í hátt í tvö ár. Það gefi einnig innsýn í hvað einangrun og yfirheyrslutækni geti haft mikil áhrif á framburð sakborninga. „Það var ekkert um annað að ræða en að reyna hjálpa lögreglunni. Eins og ég lít á þetta mál núna, þá er greinilegt að þessir einstaklingar höfðu enga útgönguleið. Eina í stöðunni var að gefa lögreglunni þær upplýsingar sem þeir töldu að lögreglan vildi vita. Því annars yrði einangrunin bara lengri sem þeir sáu ekki fram á að losna úr." Gísli segir niðurstöðu starfshópsins hafa vakið athygli fræðasamfélagsins á alþjóðavísu. „Þess vegna erum við að skrifa grein sem verður sent í alþjóðlegt vísindarit um sálfræðilega þætti þessa máls og gefa upplýsingar um það frá fræðilegu sjónarmiði hvaða áhrif einangrun og yfirheyrslur geta haft á sálarlíf einstaklinga og framburð þeirra hjá lögreglu.“ Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða og hefur niðurstaða starfshópsins sem vann að málinu hafa vakið athygli fræðasamfélags á alþjóðavettvangi. Rúmur mánuður er liðinn frá því niðurstaða starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál var gerð opinber með viðamikilli skýrslu. Niðurstaða hópsins var að framburður sakborninginganna sex í málinu fyrir dómi og hjá lögreglu hafi ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta mál einstakt á heimsmælikvarða. „Ég segi þetta út frá minni þekkingu, ég hef unnið að svo mörgum málum víða um heim og mjög frægum málum sem hafa verið talin alvarleg þegar kemur að því hvernig fólk hefur verið yfirheyrt og annað. Þannig að þetta er mjög einstakt mál," segir Gísli. Hann segir málið óvenjulegt sérstaklega út af langri einangrun sem meirihluti sakborninganna þurfti að upplifa en lengsta einangrunin stóð yfir í hátt í tvö ár. Það gefi einnig innsýn í hvað einangrun og yfirheyrslutækni geti haft mikil áhrif á framburð sakborninga. „Það var ekkert um annað að ræða en að reyna hjálpa lögreglunni. Eins og ég lít á þetta mál núna, þá er greinilegt að þessir einstaklingar höfðu enga útgönguleið. Eina í stöðunni var að gefa lögreglunni þær upplýsingar sem þeir töldu að lögreglan vildi vita. Því annars yrði einangrunin bara lengri sem þeir sáu ekki fram á að losna úr." Gísli segir niðurstöðu starfshópsins hafa vakið athygli fræðasamfélagsins á alþjóðavísu. „Þess vegna erum við að skrifa grein sem verður sent í alþjóðlegt vísindarit um sálfræðilega þætti þessa máls og gefa upplýsingar um það frá fræðilegu sjónarmiði hvaða áhrif einangrun og yfirheyrslur geta haft á sálarlíf einstaklinga og framburð þeirra hjá lögreglu.“
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira