Almannahagsmunum fórnað fyrir skammtíma bókhaldstrikk Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 12:45 Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira