Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson Flutningskerfi raforku á Íslandi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Þá standa veikleikar í kerfinu byggðaþróun fyrir þrifum og þýða það að möguleikar á uppbyggingu atvinnulífs á ákveðnum svæðum eru takmarkaðir. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um langtímauppbyggingu flutningskerfis raforku á aðalfundi Samorku á föstudag. „Stór hluti landsins stenst öryggiskröfur en þrjú svæði gera það ekki. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Á Reykjanesi og á Vestfjörðum er einungis ein flutningslína og fari línan út veldur það miklum vandamálum," segir Guðmundur og heldur áfram: „Stærsta og flóknasta vandamálið er hins vegar byggðalínan sem þjónustar allan austari helming landsins. Hún var byggð fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert verið styrkt síðan og það er tími til kominn." Guðmundur segir að þessi staða sé í fyrsta lagi hættuleg þar sem kerfið sé vanbúið til að takast á við meiriháttar áföll. Þá segir hann það geta hamlað atvinnuuppbyggingu á vissum svæðum. „Á þessum svæðum þar sem flutningskerfið er fulllestað, eins og á Austurlandi, þá er ekki hægt að bæta við neinum orkufrekum aðilum án þess að taka þá orku frá öðrum," segir Guðmundur. Þá kom fram í erindi Guðmundar að Landsnet stefndi að því að leggjast í fjárfestingar í raforkukerfinu fyrir 77 milljarða króna á næstu tíu árum. Var þá miðað við að hlutfall jarðstrengja yrði 27% og að ekki yrði nauðsynlegt að leggjast í frekari framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. „Við leggjum mesta áherslu á að byggja nýja háspennulínu á Reykjanesi og þrjár línur sem liggja samanlagt alveg frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsvirkjunar. Þessi verkefni eru brýnust en þar að auki hyggjumst við leggjast í ýmsar minni fjárfestingar í nærkerfinu til að leysa staðbundin vandamál, svo sem á Vestfjörðum," segir Guðmundur. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Flutningskerfi raforku á Íslandi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Þá standa veikleikar í kerfinu byggðaþróun fyrir þrifum og þýða það að möguleikar á uppbyggingu atvinnulífs á ákveðnum svæðum eru takmarkaðir. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um langtímauppbyggingu flutningskerfis raforku á aðalfundi Samorku á föstudag. „Stór hluti landsins stenst öryggiskröfur en þrjú svæði gera það ekki. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Á Reykjanesi og á Vestfjörðum er einungis ein flutningslína og fari línan út veldur það miklum vandamálum," segir Guðmundur og heldur áfram: „Stærsta og flóknasta vandamálið er hins vegar byggðalínan sem þjónustar allan austari helming landsins. Hún var byggð fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert verið styrkt síðan og það er tími til kominn." Guðmundur segir að þessi staða sé í fyrsta lagi hættuleg þar sem kerfið sé vanbúið til að takast á við meiriháttar áföll. Þá segir hann það geta hamlað atvinnuuppbyggingu á vissum svæðum. „Á þessum svæðum þar sem flutningskerfið er fulllestað, eins og á Austurlandi, þá er ekki hægt að bæta við neinum orkufrekum aðilum án þess að taka þá orku frá öðrum," segir Guðmundur. Þá kom fram í erindi Guðmundar að Landsnet stefndi að því að leggjast í fjárfestingar í raforkukerfinu fyrir 77 milljarða króna á næstu tíu árum. Var þá miðað við að hlutfall jarðstrengja yrði 27% og að ekki yrði nauðsynlegt að leggjast í frekari framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. „Við leggjum mesta áherslu á að byggja nýja háspennulínu á Reykjanesi og þrjár línur sem liggja samanlagt alveg frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsvirkjunar. Þessi verkefni eru brýnust en þar að auki hyggjumst við leggjast í ýmsar minni fjárfestingar í nærkerfinu til að leysa staðbundin vandamál, svo sem á Vestfjörðum," segir Guðmundur.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira