Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn 31. október 2012 10:37 Hörður Már Harðarson. „Við erum bara að lýsa upp í öll horn," segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins, var birt á netinu. Á myndbandinu má heyra samskipti á milli Guðmundar Arnar Jóhannessonar við ótilgreindan mann, en af samskiptum þeirra má ráða að þeir séu að undirbúa gjaldeyrisbrask og peningaþvott. Þá eru reikningar birtir af millifærslum á félag í eigu Guðmundar. Þar kemur meðal annars fram nafn félagins Tulip ehf., en það voru fjórar og hálf milljón lagðar inn á reikning félagsins árið 2011. Sama félag sá um söluátak Blátt áfram árið 2010. Í samtali við DV í dag, sem hóf umfjöllun um málið, kom fram að Guðmundur Örn teldi að það væri maður sem heitir Bóas Ragnar Bóasson hefði sett myndbandið á Youtube. Sá er fasteignasali og rak á sínum tíma meðal annars fyrirtækið Kúpon. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Guðmundur sagði myndbandið hefnd eftir að hann kærði Bóas fyrir skjalafals. Sjálfur hefur Guðmundur ekki viljað ræða viðskiptin ítarlega. Hörður Már, formaður Landsbjargar, segir að ekkert óeðlilegt hefði fundist í bókhaldi Landsbjargar. „Þetta tengist okkur ekkert," segir Hörður Már, samtalið á upptökunni mun hafa átt sér stað árið 2010 en Guðmundur hóf störf hjá Landsbjörg á þessu ári. Engu að síður er gefið til kynna í myndbandinu að Guðmundur hafi getað misnotað aðstöðu sína hjá Landsbjörg. „Okkur finnst þetta sorglegt mál," segir Hörður og bætir við að Guðmundur verði að verja sitt mannorð á viðeigandi vettvangi. „En það er alveg skýrt hjá stjórninni að hann stígur til hliðar," segir Hörður Már, Guðmundur er komin í leyfi frá störfum vegna málsins, en það var tilkynnt í gærkvöldi. Spurður hvort það sé möguleiki á því að Guðmundur snúi aftur til starfa segist Hörður ótímabært að tjá sig um það, „þessa stundina tek ég bara afstöðu með félaginu," bætir hann við og á þá að sjálfsögðu við Landsbjörg. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
„Við erum bara að lýsa upp í öll horn," segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins, var birt á netinu. Á myndbandinu má heyra samskipti á milli Guðmundar Arnar Jóhannessonar við ótilgreindan mann, en af samskiptum þeirra má ráða að þeir séu að undirbúa gjaldeyrisbrask og peningaþvott. Þá eru reikningar birtir af millifærslum á félag í eigu Guðmundar. Þar kemur meðal annars fram nafn félagins Tulip ehf., en það voru fjórar og hálf milljón lagðar inn á reikning félagsins árið 2011. Sama félag sá um söluátak Blátt áfram árið 2010. Í samtali við DV í dag, sem hóf umfjöllun um málið, kom fram að Guðmundur Örn teldi að það væri maður sem heitir Bóas Ragnar Bóasson hefði sett myndbandið á Youtube. Sá er fasteignasali og rak á sínum tíma meðal annars fyrirtækið Kúpon. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Guðmundur sagði myndbandið hefnd eftir að hann kærði Bóas fyrir skjalafals. Sjálfur hefur Guðmundur ekki viljað ræða viðskiptin ítarlega. Hörður Már, formaður Landsbjargar, segir að ekkert óeðlilegt hefði fundist í bókhaldi Landsbjargar. „Þetta tengist okkur ekkert," segir Hörður Már, samtalið á upptökunni mun hafa átt sér stað árið 2010 en Guðmundur hóf störf hjá Landsbjörg á þessu ári. Engu að síður er gefið til kynna í myndbandinu að Guðmundur hafi getað misnotað aðstöðu sína hjá Landsbjörg. „Okkur finnst þetta sorglegt mál," segir Hörður og bætir við að Guðmundur verði að verja sitt mannorð á viðeigandi vettvangi. „En það er alveg skýrt hjá stjórninni að hann stígur til hliðar," segir Hörður Már, Guðmundur er komin í leyfi frá störfum vegna málsins, en það var tilkynnt í gærkvöldi. Spurður hvort það sé möguleiki á því að Guðmundur snúi aftur til starfa segist Hörður ótímabært að tjá sig um það, „þessa stundina tek ég bara afstöðu með félaginu," bætir hann við og á þá að sjálfsögðu við Landsbjörg.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira